Fullt af gleðitímum milli jóla og nýárs

Það hefur alltaf verið góð aðsókn í tíma milli jóla og nýárs. Núna verðum við með áramótagleðina á mánudegi. Það verður 2 klst tími 29. des. kl 17:00. Það hefur alltaf verið góð aðsókn í tíma milli jóla og nýárs.  Núna verðum við með áramótagleðina á mánudegi.  Það verður 2 klst tími 29. des. kl 17:00.  Flestir kennararnir verða á svæðinu og munum við senda fjóra til fimm 20 manna hópa á milli þeirra og hver kennari fær um 20 mínútur til að píska liðinu út.  Auðvitað verða allir í áramótaklæðnaði við hæfi.  Á laugardeginum (27. des) verður síðasti Body Jam tími ársins, Eva og Abba í brjáluðu stuði og hvetjum við sem flesta bæjarbúa til að mæta því þessi tími kostar ekkert.  Súperspinning á sunnudeginum verður svo með öllum uppáhaldslögunum þínum.