24.04.2009
Það verður kosningahlaup á morgun, hálft maraþon sem verður ræst frá Átaki og hlaupið inní fjörð og tilbaka. 1.maí hlaupið er svo á sínum stað, með alla sína aldursflokka og 3 og 10km. Svo verður Akureyrarhlaupið fellt inní landsmótið
23.04.2009
Abba ætlar að skemmta ykkur á föstudaginn með gleðilegri sumartónlist og nokkrum Eurovision slögurum því nú fer að styttast í hátíðina miklu. Nú mæta allir í sumarskapi og brosa á móti sólinni.
20.04.2009
Það verður lokað hér á sumardaginn fyrsta, síðasti frídagurinn í bili, fyrsti maí er innan seilingar. Nú fara allir út að ganga, hjóla eða hlaupa því veðurspáin er fín.
15.04.2009
Við ætlum að færa Body Balance tímann á þriðjudögum fram um hálftíma. Salurinn er laus 18:30 og því óþarfi að bíða til 19:30. Þannig að tíminn verður kl 19:00 næsta þriðjudag.
14.04.2009
Það var eins og vanalega frábær mæting hér um páskana. Fólk er duglegt að æfa og þá sérstaklega á Skírdag. Góð mæting var í Body Jam hjá stelpunum og stemmingin geggjuð.
07.04.2009
17 manns mættu í gönguna á Rima á sunnudag. Veðrið var æðislegt og færið gott. Fjallið er frekar bratt á köflum og þurfti hópurinn að nota mannbrodda og ísexir en allt gekk vel undir stjórn Halla.
07.04.2009
Gísli Sigurðsson frjálsíþróttaþjálfari hefur æft stíft undanfarið og er komin í fantaform. Hann á uppáhaldsstuttbuxur, rauðar og stórar og fékk áskorun um að leggja þeim og mæta í thights.
07.04.2009
Eva, Gerður og Abba ætla að kenna uppáhaldsdansana sína úr Body Jamminu næsta laugardag 11. apríl kl 13:00. Eitthvað gamalt sem engin man eftir, skemmtileg lög og frábærar rútínur. Tíminn gæti orðið lengri
03.04.2009
Þegar búið er að auglýsa námskeið og skrá sig og borga, má byrja að æfa. Við viljum benda þeim sem eru að skrá sig á Gravitynámskeiðin sem byrja 20. apríl að borga strax og ná tveimur vikum extra
31.03.2009
Hvernig væri að skella sér í vetrargöngu með Halla og okkur hinum sem æfum á Bjargi? Ferðin á Kaldbak fyrir 3 vikum heppnaðist vel og nú er stefnt á Rima í Svarfaðardal sunnudaginn 5. apríl. Lesið allt