23.03.2010
Combat kennararnir ætla að frumflytja nýtt Combat á föstudag, 26. mars kl 17:30. Mætið endilega í bardagafíling með griplur og hárbönd eins og Rocky!!
Þessi tími lendir inní Les Mills vikunni svo endilega takið með ykkur gesti.
23.03.2010
Inga Steinlaug verður með annan kynningartíma í Body Attack á fimmtudag 25. mars kl 18:30. Þetta er hluti af Les Mills vikunni og því frítt inn fyrir alla sem eru 14 ára og eldri. Skemmtilegur þoltími.
23.03.2010
Það verður opið á Pálmasunnudag eins og á venjulegum sunnudegi en súperspinning fellur niður. Lokað verður á Skírdag, Föstudaginn langa og á Páskadag. Laugardagurinn fyrir páska er venjulegur með öllum tímum. Það verður opið á annan í páskum frá kl 10-13.
17.03.2010
Við hvetjum alla til að prufa Body Balance. Ótrúlega góðar æfingar sem henta öllum, fólki í góðu formi og byrjendum. Núna er öflugt sverðþema í Tai Chi, 8 mínútna samfelldar læra og rassæfingar, erfiðar og skemmtilegar kviðæfingar.
15.03.2010
Davíð Kristinsson næringarþetrapisti og einkaþjálfari verður með fyrirlestur um hollan lífsstíl hér á Bjargi kl 20 fimmtudagskvöldið 18. mars. Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi
15.03.2010
Abba verður með matreiðslukennslu á laugardag 20. mars kl 13 í kjallaranum. Kennslan er hugsuð fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi (Lífsstíll, Gravity, CrossFit, mömmur/meðganga).
15.03.2010
Það verða 6 framhaldstímar í boði í CrossFit. 4 morgna kl 06:15, kl 16:15 á föstudögum og 10:30 á laugardögum. Hvetjum alla sem lokið hafa grunnnámskeiði að vera dugleg og mæta í framhaldstímana.
15.03.2010
Gravitynámskeiðið hjá þeim sem eru 60 ára og eldri er að klárast á miðvikudag. Nýtt námskeið er því á döfinni mánudaginn 22. mars. 4 vikna námskeið, kennt á mánudögum og miðvikudögum kl 09:30.
13.03.2010
Eva ætlar að kenna nýtt Body Jam á laugardag. Fyrri hlutann sem var frumfluttur á workshopinu um daginn og svo nýjan seinni hluta, svokallaðan bónuspakka, sem fylgir stundum með nýjum prógrömmum.
12.03.2010
Við fengum góðan gest í dag sem að kenndi CrossFit og mun kenna líka á morgun kl 10:30. James, heitir maðurinn og kennir CrossFit í Sporthúsinu í Kópavogi.