Fréttir

Hjólahópurinn byrjaður

Hjólagarparnir eru farnir af stað. Þau mæta á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30. Það geta allir verið með í þessum hóp, kostar ekkert en það er heldur enginn þjálfari. Sumir eru að stefna á Bláalónsþraut í júní

Body Balance tíminn á fimmtudögum hættur

Veðrið er að skána og þá detta fleiri tímar út. Body Balance tíminn á fimmtudögum kl 18:30 er úti, hinir tveir á þriðjudögum og laugardögum eru ennþá inni. Erum að smíða sumartöfluna.

Gravitynámskeið í sumar

Næstu Gravitynámskeið hefjast mánudaginn 10. maí. Skráning er hafin og eru sum að fyllast. Við verðum áfram með öll námskeiðin inni ef þau fyllast: kl 06:15, 08:30, 16:30, 17:30 og 18:30.

Abba kennir Body Jam á laugardag

Eva og Gerður eru báðar að sýna dans á danssýningunum hjá Point á laugardaginn. Abba ætlar að rifja upp eitthvað gamalt og gott og kenna brjálað jamm á laugardag. Sjáumst í dansdressinu stelpur og strákar.

Góð helgi

Margir sem eru að æfa hér hlupu í 1. maí hlaupinu, en sigurvegarar í 10 km urðu Bjartmar Örnuson á sínum besta tíma 34,34 og Rannveig Oddsdóttir í kvennaflokki. Hríseyjarskóli sigraði í skólakeppninni.

Hættum með sundkortin!

Við ákváðum á janúar að bjóða frítt í sund fyrir alla sem keyptu kort á Bjargi. Þá létum við það fylgja með að þetta væri til prufu fram á vorið. Við borgum Akureyrarbæ 250 kr í hvert skipti

1. maí hlaupið

Ef þið ætlið ekki að hlaupa í 1. maí hlaupinu þá vantar starfsfólk. Hvetjum alla til að leggja sitt af mörkum og vera úti í góða veðrinu. Þetta tekur um 2 klst og er bara gaman. Það vantar fólk til að vera á 10 km leiðinni og leiðbeina fólki rétta leið.

Hlaup og þrek úti!

Við ætlum að byrja með útitímana 10. maí og þeir verða kl 17:30 á mánudögum og miðvikudögum. Tímarnir verða í maí og júní og svo sjáum við til. Hugsað fyrir alla, skiptum hópnum upp eftir getu ef við skokkum og svo notum við pallinn og stígana hér í kring fyrir útþrek og skokk. Kostar ekkert fyrir korthafa á Bjargi.

Hvannadalshnjúkur

Hvernig væri að skella sér á Hnjúkinn 6. júní? Það er erfitt að komast í ferð á Hvannadalshnjúk með góðum leiðsögumönnum sem skaffa mannbrodda, ísexir og línu. Haraldur og Bryndís (naturalis.is) eru okkar fararstjórar og bjóða þeim sem eru að æfa hér og þeirra viðhengjum

Nýjar æfingar í Gravity

Gravity bekkirnir eru eins og nýir. Búið að skipta um legur í þeim öllum. Einnig erum við að setja inn nýjar æfingar, sérstaklega í opnu tímunum. Munum líka pota þeim inn í seinni hlutann á námskeiðunum. Skemmtilgar og öðruvísi æfingar.