Fréttir

Öll námskeið að byrja í dag!

Um 200 manns eru á námskeiðunum sem byrja í dag. 3 hópar eru í CrossFit, tveir risastórir í Nýjum lífsstíl, einn boltahópur og 4 Gravityhópar. Við frestuðum einu Gravitynámskeiði um viku kl 06:15,

Nýir tímar

Tímataflan er að fá á sig endanlega mynd núna. Við ætlum að bæta við þrektíma á þriðjudögum kl 18:30. Tími sem ætti að henta öllum, fjölbreyttir og góðir þrektímar. Body Balance kemur inn á fimmtudögum kl 18:30 til að mæta vaxandi fjölda í tímum.

Les Mills

Anna og Inga frumfluttu nýtt Body Combat á fötudag. Það er því verið að kenna nýtt í öllum Les Mills tímunum. Ef þú hefur ekki prófað þá er komin tími til: Body Step, Body Pump, Body Combat, Body Vive, Body Jam og Body Balance.

CrossFit framhald

Við erum að vinna í því að bæta við fleiri framhaldatímum í CrossFit. Nýr tími kemur inn næsta laugardag kl 10:30. Föstudagar og etv mánudagar og miðvikudagar koma svo inn eftir helgi.

Nýtt latino hjá Evu í Body Jamminu!

Eva ætlar að frumflytja ný latin spor úr nýjasta jamminu næsta laugardag. Það er áfram frítt fyrir alla í þá tíma og líka krakka sem eru yngri en 14 ára. Fyrir áramót voru stundum 50 manns

Body Step frumflutt á fimmtudag

Jóna og Hóffa ætla að frumflytja nýja útgáfu af Body Step pallatíma fimmtudaginn 7. janúar kl.16:30. Ný lög og nýjar æfingar á nýju ári.

Allt að verða fullt

Nú fer hver að verða síðastur á skrá sig á lífsstílsnámskeiðin. Það eru 5 pláss laus á hvort námskeið. Ef skráningin verður jafnbrjáluð og í haust (50 manns á biðlista) þá bætum við einum hóp við kl 18:30

Frumflutningur á Body Vive á þriðjudag

Abba ætlar að frumflytja nýtt Vive á morgun kl 16:30. Nú er að mæta konur og skemmta ykkur með henni í góðum æfingum við frábæra tónlist. Dragið fram fjólubláu bolina

Body Step og Body Vive aftur inn!

Allir tímar verða inni í næstu viku. Tímarnir sem duttu út í desember, Body Vive á þriðjudögum og föstudögum og Body Step á fimmtudögum koma aftur inn. Við hvetjum alla til að prufa Body Vive,

Gleðilegt ár!!!

Það var frábær mæting í áramótagleðitímann, rúmlega 70 manns og ýmsir vel skreyttir. Flestir voru með allan tímann og tóku vel á því í síðasta tíma ársins.