Fréttir

Hvannadalshnjúkur

Hvernig væri að skella sér á Hnjúkinn 6. júní? Það er erfitt að komast í ferð á Hvannadalshnjúk með góðum leiðsögumönnum sem skaffa mannbrodda, ísexir og línu. Haraldur og Bryndís (naturalis.is) eru okkar fararstjórar og bjóða þeim sem eru að æfa hér og þeirra viðhengjum

Nýjar æfingar í Gravity

Gravity bekkirnir eru eins og nýir. Búið að skipta um legur í þeim öllum. Einnig erum við að setja inn nýjar æfingar, sérstaklega í opnu tímunum. Munum líka pota þeim inn í seinni hlutann á námskeiðunum. Skemmtilgar og öðruvísi æfingar.

Nóg að gera í barnagæslunni

Það er alltaf jafnmikið að gera hjá barnagæslustelpunum okkar. Litlu börnin eru aðallega á morgnana og þá vagnar og stólar út um allt. Það er í lagi að geyma vagnana á útisvæðinu við pottana. Seinni partinn eru það eldri krakkarnir sem draga mömmu og pabba á æfingu

Lokað á sumardaginn fyrsta

Sem áður verður stöðin ekki opin á sumardaginn fyrsta sem ber uppá fimmtudaginn 22. apríl í ár. Einnig verður lokað á frídegi verkamanna laugardaginn 1. maí næstkomandi.

CrossFit

CrossFit námskeiðið sem átti að byrja á morgun kl 07:00 frestast um viku. Viljum fá aðeins fleiri þátttakendur. Tveir framhaldstímar í CrossFit detta út í næstu viku, miðvikudagstíminn og laugardagstíminn.

Tveir spinningtímar detta út í vikunni

Við ætlum að hætta með spinning á fimmtudagsmorgnum kl 08:15 og súperspinning á sunnudögum. Síðasti mánudagsspinningtíminn verður á morgun. Þrektíminn á þriðjudögum hættir líka í þessari viku. Body Combat á föstudögum kl 17:30 er líka hættur.

Kreppukortin vinsæl

Kreppukortin okkar eru alltaf jafnvinsæl. Það eru mánaðarkort á 5200kr og gilda frá kl 10 til 16 virka daga en frjálst um helgar. Frábær kostur fyrir atvinnulausa en þeir fá 2000kr endurgreiddar hjá stéttarfélagi.

CrossFit námskeið

4 vikna grunnnámskeið í CrossFit hefst 19. apríl. Námskeiðið verður kl 07:00 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. CrossFit salurinn okkar er orðin mjög vel búin og við förum e.t.v. út

Tryggvi og Anný koma aftur

Það er ákveðið að Tryggvi og Anný flytja norður í sumar. Þau kenndu hér og voru mjög vinsælir kennarar og söknuðurinn var mikill þegar þau fluttu suður. En þau verða hérna á Bjargi og kenna næsta vetur.

Búnaður á fjöllum

Það verður fundur hér á Bjargi annað kvöld (þriðjudag) kl 20 um útbúnað sem þarf í fjallgöngur. Það er mikilvægt að kunna að klæða sig rétt, sumar sem vetur og kunna að nota útbúnaðinn.