22.06.2010
Við misstum góða kennara suður sl vetur sem eru komnir tilbaka aftur. Þetta eru Anný og Tryggvi en þau munu kenna hér í sumar og næsta vetur. Bæði eru frábærir spinningkennarar og Boxercise kennarar. Við munum örugglega endurvekja boxtímana næsta vetur.
22.06.2010
Síðan hefur lítið hreyfst undanfarið því Abba var á Möltu sem fararstjóri með íslenska landsliðinu í frjálsíþróttum. Liðið varð í 4.sæti af 15 þjóðum í Evrópukeppni landsliða í 3ju deild. Frábær árangur sem hægt er að sjá á fri.is og mbl.is.
15.06.2010
Skemmtilegir og lítríkir krakkar komu hingað í heimsókn í dag. Þau eru á námskeiði eða í vinnu hjá bænum við það að vera skemmtileg og öðruvísi, fá okkur til að brosa í góða veðrinu. Takk fyrir komuna og gleðina.
15.06.2010
Það er að sjálfsögðu lokað hér á þjóðhátíðardaginn.
14.06.2010
Nokkrir úr hjólahópnum skruppu suður um helgina og kepptu í Bláalónsþrautinni. Mikill fjöldi var í keppninni og er hægt að skoða úrslit og myndir inná www.hrf.is.
Tveir úr hópnum komust á pall, Halldór
10.06.2010
4 vikna námskeiðið fyrir unglingana var fljótt að fyllast og gaman að sjá krakkana hlaupa hér um stígana í kringum húsið og hamast í CrossFit og öðrum greinum. Ef þú hreyfir þig reglulega
10.06.2010
Það eru skemmtilegir hópar að mæta hingað á fimmtudögum. Allir sem vilja geta mætt í krakkafjörið kl 15:00 en þá er dansað og farið í skemmtilega leiki og hver borgar
10.06.2010
Færri eru að mæta í suma tíma þegar veðrið batnar og því munu þeir detta út. Það er t.d. léleg sktáning í Gravity kl 08:15 og 08:30 á þriðjudögum og föstudögum og eru þeir því hættir.
09.06.2010
Ný útgáfa af BodyJam verður frumflutt miðvikudag kl. 16:30. Eva og Gerður ætla báðar að kenna og halda uppi fjörinu með diskó, salsa og fleiru í skemmtilegum rútínum. Eva mun svo kenna þessa nýju útgáfu aftur á laugardaginn kl. 13:00, rosa stuð.
06.06.2010
Næstu Gravitynámskeið byrja mánudaginn 14. júní. Bjóðum uppá námskeið kl 06:15, 08:30, 16:30 og 17:30. Skráning er hafin. Athugið að Gravity er einstök styrktarþjálfun. Erum alltaf að fá sögur hjá fólki sem kemur í Gravity eftir langvarandi meiðsl eða krankleika og fær bót.