Okkar fólk fremst í FSA þríþrautinni

Bjargfastir voru áberandi í FSA þríþrautinni og Halldór Halldórsson , sem hefur verið forsprakki hjólahópsins undanfarin ár varð fyrstur í mark.Bjargfastir voru áberandi í FSA þríþrautinni og Halldór Halldórsson , sem hefur verið forsprakki hjólahópsins undanfarin ár varð fyrstur í mark.  Gísli varð annar og Andri Steinn, sem hefur verið að hjóla með hópnum varð þriðji.  Unnsteinn, Guðmundur og Baldvin stóðu sig einnig vel og unnu að við höldum sveitakeppnina en það er ekkert minnst á hana á heimasíðu FSA.  Edda Aradóttir náði svo þriðja sæti hjá konunum, en hún hefur æft vel undanfarin ár og hjólað með strákunum.  Astrid Magnúsdóttir náði öðru sæti en hún er gamall hlaupari og tilheyrði okkar hópi í mörg ár.  Við gáfum 4 sexmánaðakort sem er andvirði 120000 króna.  En til hamingju þið öll, frábært framtak hjá FSA og flottur árangur hjá Bjargföstum.