Bjargvættir halda áfram

Hlaupanámskeiðinu lauk í dag.  En það er hugur í fólki og Sonja, Rannveig og Óli ætla að halda áfram með tíma frá Bjargi á mánudögum og fimmtudögum kl 17:15 og svo er hugmynd um þriðja tímann í Kjarna, kemur í ljós hvenær.  Tímarnir verða opnir fyrir alla sem eiga kort á Bjargi svo nú er um að gera að skella sér út þegar tímum er að fækka hjá okkur inni.  Þeir sem ekki eiga kort geta keypt kreppukort á 5500kr og fengið þannig aðgang að hlaupahópnum og öllum öðrum tímum og aðstöðu á Bjargi.