11.05.2009
Við lánuðum salinn okkar fyrir bingó á laugardaginn. Stelpur úr félagsfræðibekk í MA voru búnar að fara um allan bæ að leita að sal og enduðu hér. það komu um 160 manns, miklu fleiri en þær gerðu ráð fyrir en þetta reddaðist allt og gekk upp hjá þeim. Tilgangurinn var fallegur því þær eru að safna pening fyrir munaðarleysingjahæli í Mósambik. Okkur var ljúft og skylt að lána þeim sal og aðstoð við bingóið.
11.05.2009
Já, við bjuggumst við þessau, það komu nákvæmlega 100 manns á fyrstu æfinguna hjá hlaupahópnum. Við auglýstum þetta fyrir byrjendur og það komu fullt af byrjendum en líka slatti af vönum hlaupurum.
09.05.2009
Starfsfólk Bjargs fór á Friðrik V í gær og þar borðuðum við glæsilega kveðjumáltíð með Tryggva og Anný en þau eru að flytja suður
08.05.2009
Jón Ragnarsson varð fertugur á miðvikudaginn. Hann mætti á Bjarg kl 06:00 eins og vanalega en þá var einhver búin að leggja í stæðið hans. Skápurinn hans var upptekinn, einhver var komin á skíðavélina hans og svo tók hann hopp með lóð rak það í höfuðið Til hamingju með afmælið, vonandi var dagurinn góður.
06.05.2009
Það kom slatti af nýum bolum og renndum peysum með og án hettu um daginn. Í dag komu svo hlýrabolir kvenna í skærgrænu og appelsínugulu, svaka flottir fyrir sumarið. Þetta eru gæðavörur á góðu verði.
06.05.2009
Það verða tvö lið frá okkur að keppa í þrekmeistaranum um helgina, karla og kvenna. Tryggvi og Binni hafa haldið utanum þetta og Anný. Einhverjir einstaklingar verða líka með.
04.05.2009
Nú er komið að þriðju æfingagöngunni í snjó. Stefnt er á Strýtu sunnudaginn 10. maí. Þetta er opin ferð fyrir alla sem æfa á Bjargi og þeirra vini. Lesið vel leiðbeiningarnar í auglýsingunni hér til hægri undir fjallgöngur 2009. Það þarf ekki að skrá sig, bara mæta við Skíðastaði kl 08:00.
04.05.2009
Það verða 6 Gravitynámskeið í gangi í sumar: KL 06:15, 09:30 FRÍ BARNAGÆSLA, 12:10, 16:30 FRÍ BARNAGÆSLA, 17:30 barnshafandi konur, 18:30 vefjagigt.
Óli og Abba verða með 4 vikna hlaupanámskeið sem byrjar eftir rúma viku, 12. maí. Þetta er hugsað fyrir byrjendur og er frítt fyrir korthafa á Bjargi en kostar 6000kr fyrir aðra og er sturtuaðstaða og pottar og gufuböð innifalin í verði.
04.05.2009
Það er komin tillaga að tímatöflu sumarsins og nýtt þar inni er Body Combat og opinn Bjargboltatími. 39 tímar verða í boði til að byrja með og það þarf að skrá sig í opnu Gravitytímana. Ef einhverjir tímar ganga ekki upp verða þeir að sjálfsögðu felldir út úr töflunni.
28.04.2009
Já, nú er hægt að taka einkaþjálfaranámið hjá Keili hér á Bjargi. Bóklegi hlutinn er að hluta til í fjarnámi en staðbundnar lotur eru eina helgi í mánuði hér á Bjargi. Davíð Kristinsson sér um verklega hlutann