Fréttir

Glæsilegur völlur!

Við viljum hvetja fólk til að fara og skoða nýja Akureyrarvöllin á Hamarssvæðinu og stúkuna. Þetta verður einn glæsilegasti völlur landsins með 8 hlaupabrautum allan hringinn.

Framhald á hlaupanámskeiðinu

4 vikna hlaupanámskeiðinu sem byrjaði 12. maí er lokið. Við munum samt halda áfram og byrjum með nýtt námskeið á þriðjudag. Korthafar á Bjargi fá frítt í hlaupahópinn en aðrir borga 6000kr

Eyjafjarðarhringurinn á hjóli!

Hjólahópurinn ætlar að fara STÓRA Eyjafjarðarhringinn á sunnudaginn. Hann er rúmir 70km og ferðin er ætluð fyrir vana hjólreiðamenn. Mæting við Leirunesti kl 09:00 á sunnudagsmorgun. Planið er að far litla hringinn í næstu viku

Samstarf við Húsavík

Við höfum tekið upp samstarf við Töff heilsurækt á Húsavík. Viðskiptavinir hvors um sig geta notað kortið sitt í eina viku í hverjum mánuði hjá samstarfsaðilanum. Þannig að korthafi á Bjargi getur æft í Töff heilsurækt eina viku í hvejum mánuði

Súlur á sunnudag!

Fyrsta Súluganga sumarsins frá Bjargi verður á sunnudag. Nokkrir áhugasamir tugþrautarmenn þrýstu á Brynjar og hann er alltaf til í fjallgöngu.

Þrekmeistaraæfingar á föstudögum!

Brynjar er byrjaður með þrekmeistaraæfingar á föstudögum og er mæting milli kl 16 og 17. Þetta er góð þjónusta fyrir áhugasama einstaklinga sem vilja spá í þáttöku

Ný Gravitynámskeið!

Við ætlum að reyna að halda áfram með Gravitynámskeiðin. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 10. júní kl 16:30. 06:15 og 09:30 námskeiðin hefjast 22. júní. Það er byrjað að skrá á þessi námskeið.

30 manns í Ólatíma

Það er ennþá rífandi mæting í Ólatímana á laugardögum kl 09:00. Meðan svo er þá verða þeir áfram. Aftur á móti verður engin barnagæsla á laugardögum í sumar, en allir geta notað aðstöðuna og eldri systkin passað þau yngri.

Hópar á færibandi

Það er alltaf jafn mikið að gera í óvissuhópum og öðru slíku hér. Fólk kemur við hér og fær hreyfingu og pott í árshátíðaferðum að sunnan. Systur komu hér og skemmtu sér. 50 eldri borgarar frá Selfossi

Nýtt Body Pump

Anna kenndi nýtt Body Pump á þriðjudaginn, það er númer 70 og er skemmtilegt að vanda. Nýju prógrömmin fara svo að detta inn í hinum Les Mills kerfunum, Body Balance, jammi og Combati.