Fréttir

Gravity fyrir þá sem eru þyngri

Ertu 30 kg of þung/ur?  Ef svo er erum við með námskeið sem hentar.  Allir geta stundað Gravity í bekkjunum og unnið með rétt álag.  12 manna hópur, Gravity 2x í viku og þol (útiganga/spinning) einu sinni í viku.  Fræðsla og aðhald fyrir þau sem það vilja.  Annars er verið að hugsa um að byrja einhvernstaðar og þar er Gravity snilldin ein.  4 vikur, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl 8:30.  Skráning í gangi.

Aukatímar í sal

Abba var í Reykjavík á mánudag og gleymdi að redda kennara fyrir sig í salinn kl 8-10.  Hún ætlar að bæta fyrir mistökin með því að vera í salnum kl 9:15-10:30 á fimmtudag og kl 8-10 á föstudag.  Lofar að sofa ekki yfir sig og mætir með veitingar, alveg lágmark!

Gaman hjá þjáfurum í sal!

Guðríður og Andrea höfðu nóg að gera í gær.  Fjöldi manns notfærðu sér kennsluna á nýju prógrömmin.  Fólk kom líka og bað um aðstoð með sumar æfingar sem það var ekki öruggt með.  Einnig þurfa margir kennslu á upphitunartækin.  Það er gaman að æfa þegar maður veit að allt er rétt og æfingarnar skila árangri. 

Jóga í stað Body Balance á laugardag

Abba og Hóffa , Body Balance kennarar Bjargs eru báðar fjarverandi um helgina.  Því verður Bryndís með jóga á laugardaginn kl 10:30.  Hún ætlar að taka öflugan jógatíma með góðum stöðum, öndun og slökun.  Hvetjum alla til að mæta og hvernig væri að taka tvöfaldan tíma, Ólatíma og jóga á eftir?  Frábær byrjun á góðri helgi.

Flottur salur, ný prógrömm

Það er búið að umbylta tækjasalnum og plássið orðið miklu

Skráning í Hot Yoga á sunnudögum

Munið að skrá ykkur í afgreiðslunni í Hot Yoga á sunnudaginn.  Látið allt íþróttafólk vita af þessum tíma og bjóðið því með.  Við ætlum að láta skrá til að byrja með svo það mæti ekki of margir.  leiðinlegt að komast ekki að.  Það verður örugglega tími næsta sunnudag og kostar 500kr fyrir íþróttafólkið, ekkert fyrir korthafa á Bjargi.

6x6x6 áskorun fyrir karla hefst eftir tvo daga.

Þetta er námskeiðið fyrir þá sem vilja bæta formið, laga útlínurnar og léttast um 6 kg.  Frábær blanda af æfingum sem hentar körlum á öllum aldri sem treysta sér til að æfa 6x í viku.  Nokkur laus pláss fyrir áhugasama stráka.

Body Fit kl 17:30

Opni Body Fit tíminn á mánudögum færist aftur um 15 mínútur og verður framvegis kl 17:30.  Lokaði námskeiðstíminn er kl 16:30 á mánudögum en 16:15 hina tvo dagana.

Síðubitanámskeið fyrir 30+

Ný námskeið fyrir þau sem eru 30kg of þung eða meira.  4 vikur, 12 manns og mætt 3x í viku kl 8:30.  Gravity 2x í viku og þoltími einu sinni.  Mælingar og fræðsla fyrir þau sem það vilja.  Þjálfarar eru Andrea Waage og Guðríður Jónasdóttir.  Þær eru að koma inn sem nýir kennarar hér og Guðríður er byrjuð að kenna á Gravitynámskeiðum og hádegisþrekið.  Velkomnar til starfa stelpur.

Hot Yoga fellur niður á sunnudegi

Það eru aðeins 7 búnir að skrá sig í Hot Yoga tímann á sunnudaginn kl 11.  það er ekki nóg og því fellur tíminn niður.  Það þurfa allir að skrá sig ef þeir ætla að koma í þennan tíma og ef skráning er léleg þá fellur tíminn niður.  Vonum að fólk taki við sér og þá sérstaklega íþróttafólkið en við buðum þeim að mæta í þennan tíma.