Fréttir

Þrekmeistarinn

Þrekmeistarinn verður í höllinni 5. nóvember. Sólrún kallaði áhugasama á æfingu fyrir rúmri viku síðan og það komu 3.

Gaman í hljómsveitarspinning!

Það var rosa stuð á laugardaginn og gaman hjá þeim sem mættu. Því miður voru allt of margir sem skráðu sig og tóku frá hjól sem þeir mættu svo ekki á.

Partýdagur á laugardag 22. okt.

Það verður partýdagur hjá okkur næsta laugardag. Nóg að gera frá 9-18. Fyrst verður Ólatími kl. 09:00 um morguninn. Body balance kl. 10:30, lífsstíll og karlapúl kl. 11:30 og Body Jam kl. 13:00.

Gravity námskeið

Við ætlum að bæta við Gravity námskeiði á morgnana, þannig að fyrra námskeiðið verður kl. 06:15 (ekki 06:20) og svo bætist við annað kl. 06:55.

Fjölmennt á afmælisdeginum!

16. október fyrir ári síðan opnuðum við nýju aðstöðuna. Hún hefur gjörbreytt öllu hér á Bjargi og fáum við oft að heyra það frá okkar viðskiptavinum.

Breyting á tímatöflu.

Breytingin er á þriðjudögum: Body Attack færist fram og verður framvegis kl. 16:30 og Body Pumpið færist aftur um 15 mínútur og byrjar því kl. 17:30.

Fullt í alla kynningartímana

Nú er orðið fullt í 21 tíma í Gravity og voru tímarnir fljótir að fyllast. Þetta er spennandi kerfi og virkilega öflugir tímar.

Árs afmæli, frítt í Gravity

Sunnudaginn 16. október er ár liðið frá því við opnuðum nýju aðstöðuna. Við ætlum að halda upp á það með því að bjóða uppá 5 fría Gravity tíma á sunnudeginum.

Gaman að lifa!

Það skemmtilegasta við að reka líkamsrækt er að sjá árangurinn sem fólk nær. Árangur þarf ekki að vera mælanlegur í kílóum, heldur í bættri líðan bæði andlega og líkamlega.

90 manns á fyrirlestri

Það var góð mæting á fyrirlesturinn hjá Þórhöllu og mikið spurt og spjallað.