29.04.2005			
	
	Gísli er kominn heim úr 3 vikna æfingaferð með frjálsíþróttafólki til Ameríku.  Gott að fá hann aftur í salinn. 
 
	
		
		
			
					25.04.2005			
	
	Lífsstílsnámskeiðin klárast 11. maí og karlapúlið 12. maí.  Okkar tilboð til ykkar er síðan að þið fáið að æfa frítt út maímánuð.
 
	
		
		
		
			
					25.04.2005			
	
	Þriðjudaginn 3. maí verður heilsudagur á Bjargi.  Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur kemur og verður með fyrirlestur og svarar spurningum um mataræði og allt sem því viðkemur.  
 
	
		
		
		
			
					25.04.2005			
	
	Einn okkar dyggasti viðskiptavinur í gegnum árin á afmæli í dag, Gunnar heitir hann og er Ragnars. 
 
	
		
		
		
			
					24.04.2005			
	
	Það var mikið um að vera um helgina hér á Akureyri. Andrésar Andar leikar og Íslandsmeistaramót öldunga í blaki.  Slatti af okkar fólki var að keppa í blakinu og eitt liðið kenndi sig við Bjarg.
 
	
		
		
		
			
					14.04.2005			
	
	Abba og Anna eru á leiðinni á Body Jam námskeið um helgina.
 
	
		
		
			
					12.04.2005			
	
	Höfum sett inn myndir á alla liði undir þjónusta.  Stefnan er að skipta oft um myndir.  Allt eru þetta myndir úr stöðinni og af fólki sem æfir hér, kanski er mynd af þér?
 
	
		
		
			
					10.04.2005			
	
	Nú fer að líða að Þrekmeistarakeppninni og við erum löngu búin að ýta við fólki og auglýsa eftir einhverjum í lið.  Við stefnum á að vera allavega með tvö lið og helst fleiri.
 
	
		
		
			
					06.04.2005			
	
	Haraldur Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varð heimsmeistari meðal atvinnumanna í uppstoppun.
 
	
		
		
		
			
					05.04.2005			
	
	10 vikna verkefni þriggja einstaklinga, Bjargs og Bravó þáttarins á Aksjón lauk í gær.