09.01.2006
Það er fullt á lífsstílsnámskeiðið kl 19:30 og 15 manns á biðlista. Enn er hægt að bæta við á námskeiðið kl 18:30. Sá hópur er ætlaður fyrir þau sem þurfa að léttast mikið(20kg og yfir). Þið sem eruð skráð kl 19:30 athugið hvort það er mögulega betra fyrir ykkur að vera kl 18:30.
06.01.2006
Já við erum í góðu stuði núna. Töluðum um að það gæti orðið breyting á gæslunni um áramót og núna ætlum við að fella niður gjaldið fyrir gæsluna frá 1. febrúar.
04.01.2006
Sigurbjörn Árni Arngrímsson (Íþróttafréttamaðurinn hressi)doktor í þjálfunarlífeðlisfræði, verður með fyrirlestur um púlsþjálfun hér á Bjargi laugardaginn 7. janúar kl 15:00.
04.01.2006
Við ætlum að bjóða öllum að taka þátt í áskorun Bjargs 2006.
Ef þú léttist um 10% af þyngd á 8 vikum færð þú 6 mánaðakort í verðlaun.
02.01.2006
Það mættu um 60 manns í gleðitímann á föstudaginn og skemmtu sér vel og djöfluðust í 2 klst. Við hituðum upp í jammi með Öbbu og svo var skipt í 3 hópa.
29.12.2005
Nú mæta allir í áramótatímann kl 17:00 á morgun. Það verður pláss fyrir 120 manns og brjálað stuð. Kennslan stendur yfir í 2 klst. en þið þurfið ekki að vera með allan tímann.
28.12.2005
Nú er skráning hafin á námskeiðin okkar. Þú getur valið um lífsstílsnámskeið að morgni eða kvöldi, sjálfsagt að flakka á milli.
28.12.2005
Það mættu 9 manns á jóladagsmorgunn og skokkuðu 6-10 km. heiti potturinn á eftir og jólate í boði Steina P. Æðislegt.
22.12.2005
Tímatöfluna má sjá undir liðnum tímatafla.
21.12.2005
Það verður engin barnagæsla á Þorláksmessu. Milli jóla og nýárs verður gæsla á miðvikudeginum 28.des fyrir hádegi. Gæslan verður svo seinni partinn alla dagana frá 16-18:30.