Fréttir

Sjö búnir að fá kort í Áskorun Bjargs 2006

Það virðist vera að 10% þeirra sem skráðu sig í Áskorun Bjargs 2006 séu að ná markmiðinu að létta sig um 10% af þyngd á 8 vikum. Margir eru nálægt þessu og þetta virkaði hvetjandi og kom fólki af stað.

Góður árangur hjá lífsstílshópum

Þrír hópar kláruðu í gær. Árangur var glæsilegur og 4 konur náðu 10% léttingu og fengu 6 mánaða kort: Ásta Eir, Brynja Björgvins, Inga Huld og Kristín. Afhentum einnig 9 þriggjamanaða kort í verðlaun fyrir bestu mætingu og flesta sentimetra og kíló farin í hverjum hóp.

Síðustu mælingar hjá lífsstílshópum og Síðubitum í dag

Nú er komið að lokum námskeiðanna og komið að lokamælingum. Það verður svo lokatími á miðvikudag hjá hópunum þremur og verðlaunaafhending. Karlapúlið klárast á fimmtudag og lokamæling hjá þeim á þriðjudag.

Góð stemming á Les Mills Workshop

Það var gaman í gær og allt gekk vel á workshopi Les Mills kennara. Stemmingin í tímunum var frábær, nýju prógrömmin spennandi og góð tónlist eins og vanalega. Kennararnir sem kenndu tímana 7 mega vera stoltir af sinni frammistöðu.

Guðfinna kemur!

Guðfinna Tryggvadóttir íþróttakennari er að koma á workshop um helgina, en ætlar að kenna tvo tíma í leiðinni. Hún kenndi hér á Bjargi í 5 ár og enn er fullt af fólki hér sem var í tímum hjá henni.

Næstu námskeið hefjast 13. mars

Síðustu 8 vikna lífsstílsnámskeiðin fyrir sumarið hefjast 13. mars. Bjóðum uppá morgun og kvöldhópa, kl. 09:30 þrisvar í viku, frí barnagæsla, og kl 19:30 tvisvar í viku og á laugardögum kl 11:30.

Opnir karlatímar

Strákar! Við ætlum að opna karlatímana fyrir alla frá og með 14. mars. Þessir tímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:30 og eru frábær leið til þess að komast í form.

Leiðbeinandi í tækjasal

Leiðbeinandi verður í tækjasal á eftirtöldum tímum: Mánudaga kl 09-11 og 17:30-19:30. Þriðjudaga kl 09-11 og 16-19, miðvikudaga kl 6-8, 12-16 og 19:30-20:30, fimmtudaga 8-11 og 17-19.

Iðnaðarmenn á fullu

Eins og allir hafa tekið eftir er mikil breyting að verða í kringum heita pottinn og snyritiaðstöðuna. Nú eru smiðirnir komnir út og eru að reisa girðinguna í kringum heitu pottana sem koma fljótlega.

Unglingarnir kláruðu í dag

Síðasti tíminn á unglinganámskeiðinu var í dag. 16 krakkar voru með 100% mætingu og við drógum út 3 úr hópnum sem fengu mánaðarkort.