Fréttir

þrek í hádeginu

Bryndís mun verða með brjálaðan þrektíma framvegis í hádeginu á föstudögum, ekkert Hot Yoga framar.

Skráningar á námskeið

Við byrjum að skrá á öll námskeið 12. desember.  Allir sem borga við skráningu geta byrjað strax og æft frítt fram að námskeiði.  Fyrstu námskeiðin byrja 7. janúar og tínast inn allan janúar mánuð.

Nýtt líf

Nýtt líf er nafnið á nýju námskeiði sem verður í boði alla virka morgna kl 9:30.  Við setjum saman námskeiðin Nýr lífsstíll og Nýtt útlit og út úr því kemur að sjálfsögðu nýtt líf.  Það verða þrektímar á mánudögum, heitir tímar á þriðjudögum og fimmtudögum, spinning/þrek á miðvikudögum og Gravity/þrek á föstudögum.  Þetta er spennandi kostur og möguleiki á að æfa 5x í viku með þjálfara og þessi blanda er eitthvað sem virkar.  Alhliða þjálfun og avo aðhald og vikuleg fræðsla í netpósti. 

Samstarf við Mývetninga

Nú geta kosthafar á Bjargi æft í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps og öfugt.  Við fögnum þessu samstarfi og það er kraftur í nýju og öflugu fólki sem rekur miðstöðina. http://imsskut.blogspot.com/

Námskeiðin að klárast og allir æfa frítt fram að áramótum.

Námskeiðin Nýtt útlit klárast í næstu viku

Notum tímana vel

Það eru ennþá 39 opnir tímar í boði í töflunni, 5-8 tímar á dag og mikil fjölbreytni.  Einhverjir tímar eiga eftir að detta út og þetta er alltaf svona í aðdraganda jóla.  En ef tímar eru vel sóttir þá höldum við þeim inni.

Heitir tímar í boði

Þau sem að sakna heitu tímanna á morgnana, Hot Yoga og Body Fit sem voru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 8:15 geta komið í heita tíma hjá Öbbu kl 9:30 sömu daga.  Þessir tímar líkjast Body Fit tímunum og eru í námskeiðinu Nýju útliti en það er frekar léleg mæting og alveg pláss fyrir nokkra í viðbót.  Hinir tímarnir koma svo inn á nýju ári.  Heitu tímarnir eru dýrir tímar og því höldum við þeim ekki gangandi með 6-10 manns.

Body Step

Síðasti Body Step tíminn á þessu ári verður á morgun. Hóffa kennir þennan skemmtilega pallatíma sem fer svo aftur af stað í janúar 2013. Við munum endurskoða tímatöfluna og taka einhverja tíma út og líka koma með eitthvað nýtt á nýju og spennandi líkamsræktarári.

Spinning kl 17:00 á föstudögum

Spinningtíminn á föstudögum kl 17:30 færist fram um hálftíma . 

Hot Yoga 3x í viku

Það er hægt að velja um 3 Hot yoga tíma núna eftir að við felldum morguntímana út.  Þriðjudagstíminn er alltaf stæstur og komast ekki allir inn sem vilja.  Það er pláss fyrir fleiri á mánudögum kl 18:30 og svo er ekki alveg eins troðið á fimmtudögunum.  Við munum setja morguntímana aftur inn eftir áramót.