Fréttir

Konutíminn verður þrektími

Konutíminn er og hefur verið þrektími, þar sem öllu er blandað saman

Fjölskyldudagur, Dekurhelgi, DVD spinning....

Það er margt spennandi á haustönninni hjá okkur.  Fyrst er að telja fjölskyldudaginn sem verður sunnudaginn 30. september.  Þá geta krakkar á öllum aldri æft í tækjasalnum í fylgd forráðamanns.  Þrautabraut fyrir þau yngstu. Dömulegir dekurdagar verða um miðjan október og við höfum fellt dekurhelgina okkar inní þá dagskrá.  Kertaljós, nuddarar við pottinn, frítt fyrir alla í Hot Yoga og þá tíma sem verða í boði þessa helgi.  Happdrætti og aðrar uppákomur.  Í lok október munu spinningkennararnir svo verða með DVD spinnig.  Góðar hljómsveitir á stórum skjá, nokkrir kennarar og svaladrykkur.  Fleira er á döfinni og verður auglýst síðar.

Body Step fer af stað í dag

Þegar veðrið er svona hefur maður ekkert annað að gera en að koma inn og svitna ærlega í skemmtilegum tímum.  Hóffa er mætt á svæðið og byrjar með Body Step í dag.  Munið líka eftir heita tímanum kl 17:30, Body Fit.

Sunnudagur með Tryggva

Loksins eru sunnudagstímarnir komnir inn aftur.  Tryggvi byrjaði með þessa tíma sl. vetur og þeir slógu rækilega í gegn.  Það er hægt að koma og fara í báða tímana, 45 mín spinning og 30 mín þrekhring eða velja annan hvorn.  Spinning kl 10:15 og þrekið kl 11. Tryggvi mætir með flottan lagalista í spinning að vanda og þrekhringurinn er einfaldur og á færi allra.

Brjálaður föstudagur

Það er hægt að velja um þrjá geggjaða tíma á föstudögum eftir hádegi. 

Tveir nýir hádegistímar

Nú eru tímar í hádeginu alla virka daga.  þrektími á mánudögum og föstudögum, CXWORX core timi á þriðjudögum, Spinning/þrek á miðvikudögum og Body Pump á fimmtudögum.  Frábær blanda til að ná árangri.  Kl 8:15 á morgnana er svipuð blanda nema þar eru heitir tímar tvisvar í viku, Hot Yoga og Body Fit boltatími.  Gott að æfa í heitum sal að morgni því líkaminn er styrðari í morgunsárið og hitinn hjálpar.  Kl 6:10 er hægt að fara í spinning 3x í viku, tvisvar í 20 mínútur og einu sinni í 50 mín.  CrossFit æfing í 40 mín tvisvar og Gravity einu sinni.  Við munum svo opna fyrir Hot Yoga kl 6:10 á þriðjudögum eftir 20. september. 

Ekkert step í dag

Body Step tíminn fellur niður í dag.  Vonum að hann komi inn í næstu viku. 

CXWORX

Hvað er það?  30 mínútna tími þar sem unnið er með kjarna líkamans, kvið, bak, axlir, rass og læri.  Öflugir og krefjandi tímar.  Þóra frumflutti nýtt prógram í hádeginu og Anna kemur á eftir kl 18:30 og kennir spinning í 30 mínútur og svo CXWORX í 30 mínútur. 

Zumba, Zumba toning, sh´bam og Evudans.

Það er hægt að dansa hér 4x í viku.  Eva Reykjalín mun kynna Zumba toning í dag sem er Zumbadans með létt handlóð.  Hún verður líka með Zumbu á fimmtudögum kl 18:30 og SH´bam á föstudögum kl 17:30.  Sh´bam er klikkaður danstími þar sem þú færð Hip hop, latin, Krump, diskó og bara allt, 12 dansar og 12 lög.  Núna er dans við Thriller Michaels Jakson og fleira gott, æðislegt í lok vinnuvikunnar.  Evudans á laugardögum kl 12 er frír danstími fyrir alla og þar dansar Eva alla sína uppáhaldsdansa.

Body Step, Pump, Combat og Vive

Body Step tíminn í dag fellur niður.  Fylgist vel með hér því að tíminn næsta miðvikudag er ekki alveg öruggur.  Combat tíminn á miðvikudögum kl 17:15 fer af stað í þessari viku, Body Pumpið í hádeginu á fimmtudögum og Abba mætir galvösk með nýtt Body Vive á föstudaginn.  En hún og Eva voru á kenna á Les Mills workshopi í Reykjavík um helgina.