Fréttir

Lífsstíll

Lífsstílsnámskeiðin okkar eru hálfnuð núna og nokkrir hætta eftir 8 vikur og slatti bætist við fyrir síðustu 7 vikurnar.  Við byrjuðum seinni hlutann á mánudaginn og gerðum upp fyrstu 8 vikurnar.  Arnbjörg Stefánsdóttir nældi sér í 6 mánuði fyrir góðan árangur og mætingu, Díana Hrund, Halla Sif, Sandra Sif og Linda unnu tvo mánuði fyrir árangur og mætingu.

Hot Yoga í dag

Nýr Hot Yoga tími byrjar í dag kl 18:30.  Erum að reyna að

Body Step fellur niður

Hómfríður er ennþá lasin og því fellur Body Step niður í dag. Bendum á spinning í staðinn á sama tíma.

Góð mæting á föstudögum

Það var alltaf frekar erfitt að halda úti tímum seinni partinn á föstudögum.  Núna erum við með val um 4 tíma, dans fyrir skvísur 50+ kl 16:15, Body Vive sem allir ættu að prufa kl 16:30, spinning kl 17:30 og Sh´bam danstími kl 17:30.  Það er alltaf að fjölga í þessum tímum, og barnagæslan er vel notuð þannig að hún verður áfram.  Það er geggjað að æfa á föstudögum, dansa eða hjóla inní helgina.

Steppið fellur niður

Hólmfríður er lasin og því fellur Body Step tíminn niður í dag.  Hún er ein með þessa tíma núna og engin til að hlaupa í skarðið. 

Hot Yoga á mánudögum

Það er einststaklega flott mæting í Hot Yoga á þriðjudögum og fimmtudögum og það góð að sumir þurfa að snúa frá því það er fullt.  Salurinn er fullur með 30 manns og ekki gott að troða mörgum aukadýnum inn. Við ætlum því að koma til móts við Hot Yoga aðdáendur og bæta við tíma á mánudögum kl 18:30.  Fyrsti tíminn verður eftir viku.  Elvar og Bryndís munu sjá um þessa tíma að mestu. 

Svakalega gaman!

Það er búið að vera stanslaust partý á Bjargi frá fimmtudegi.  Bleikur blær yfir öllu

Allt að verða bleikt!

Það er komin bleikur blær á stöðina, bleik ljós og kertaljós.  Munið að draga með ykkur gesti, frítt í 4 daga.

Aukatímar í Hot Yoga

Það verður opið í Hot Yoga hjá Öbbu kl 8:15 á föstudaginn, einnig verður Hot Yoga í hádegistímanum hjá Bryndísi.  Aukatími verður kl 10:15 á sunnudeginum vegna dekurhelgar Bjargs.  Þá verður 90 mínútna vinyasa tími, frekar krefjandi flæði og fullt af ákorunum og góð slökun í restina.

°Dekurhelgi 11.-14. október

Það verður frítt hjá okkur í allt í 4 daga þegar dömulegir dekurdagar fara fram á Akureyri.  Dekurhelgin okkar verður á sínum stað og er jafnt fyrir konur og karla.  Dagskráin okkar er spennandi og nuddararnir verða við innipottinn á álagspunktunum.  Bætum við einum tíma kl 10:15 á sunnudagsmogninum verðu 90 mínútna Hot Yoga, Hot yoga tíminn á föstudag kl 8:15 er líka opinn öllum sem vilja. Það verður notalegt á Bjargi þessa daga, kertaljós og happdrætti, dansmaraþon og stuð á laugardeginum kl 12, og alls er hægt að koma í 4 danstíma á Dekurhelginni.  Fullt af spinning, Body Fit, Body Pump og meira að segja Hot Yoga í hádeginu á föstudag.