Fréttir

Frábær hópur á Vo2max námskeiðinu.

Það er flottur hópur í Vo2max námskeiðinu, getum bara kallað þetta súrefnis hópinn. Þau voru úti með Óla í gær og fóru víst ansi margar ferðir í tröppunum við dæluhúsið í Glerárstíflu.

Óvissuferðir!

Það er nóg að gera hjá okkur í að taka á móti óvissuhópum í ýmisskonar dans eða aðra hreyfingu. Tæplega 60 manna hópur frá Hrafnagilsskóla kom á föstudagskvöldið og dansaði með Öbbu á útipallinum í frábæru veðri.

Vo2max byrjar í dag

Sú sem sér um heimasíðuna var í burtu í viku og því lítið gerst á meðan. Árangursnámskeiðið Vo2max hefst í dag. Við vitum að helmingurinn er að taka þátt í Akureyrarhlaupinu eða þríþrautinni í dag.

BodyJam

Því miður verðum við að fella niður BodyJam tímann á laugardaginn. Abba skellti sér í frí og aðrir kennarar eru því miður uppteknir. Við ætlum að reyna að standa föst á þriðjudagstímanum en gætum þurft að fella hann líka niður svo að endilega fylgist vel með.

Anita, Hildigunnur, Kristín Björk og Gunnar!!!

Það skrifuðu um 1100 manns í gestabókina í opnu vikunni. Eflaust komu fleiri og gleymdu að skrifa sig. En við drógum út 4 þriggja mánaða kort og Anita Jónsdóttir, Hildigunnur Svavarsdóttir, Kristín Björk Gunnarsdóttir og Gunnar Halldórsson fá þessi kort. Til hamingju, vitjið þeirra í afgreiðslu.

Body attack og súperkeyrsla í dag!

Nú eru spennandi tímar í dag og ekkert annað að gera í rigningunni en að skella sér inn og svitna. Sólrún verður með fyrsta Body Attack tíma vetrarins og spennandi að koma og prufa, góður þoltími. Óli og Tryggvi verða með Súperkeyrsluna og kynna í leiðinni Vo2 max námskeiðið sem byrjar 16. september. Komdu og prufaðu annanhvorn tímann í kvöld (17:30 Attack, 18:30 Súper).

Fullt í öllum tímum!

Opna vikan byrjaði í gær og hér var nóg að gera. Góð mæting var í alla tíma og fullt að gera í tækjasalnum.

Opin vika 28. ágúst til 3. september!

Því miður féll niður hvenær opna vikan er í Extra. Þetta getur gerst. Við einbeittum okkur of mikið að því að hafa smáatriðin rétt þ.a. aðalatriðið var ekki í lagi. En vikan byrjar á mánudaginn og nýja tímataflan líka. Biðjumst velvirðingar á þessari vitleysu.

40 á hlaupanámskeiði

Það er gaman að lifa núna? Sól og blíða og fullt af fólki á hlaupanámskeiði. Langhlauparadeild UFA og Bjarg stendur fyrir hlaupanámskeiði sem er hugsað fyrir byrjendur sem vilja taka þátt í Akureyrarhlaupinu 16. september og bara læra að hlaupa.

Hjólagarpar

Hjólahópurinn er búinn að vera óvenju stór í sumar og að sjálfsögðu öflugur. Þau stóðu fyrir þríþrautarkeppni(synda, hjóla, hlaupa) 12. ágúst.