Fréttir

Dansinn gekk vel!

Kennararnir úr Kramhúsinu voru yfir sig ánægðir með norðlensku nemendurna og hrósuðu þeim fyrir áhuga og stressleysi. Því miður voru engar myndir teknar af dansfimi nemenda.

Æfa frítt!

Allir sem klára námskeið á vegum Bjargs í desember fá að æfa frítt út árið. Þetta á við lífsstíl, Síðubita og öll Gravitynámskeiðin.

Ennþá meiri dans !!

Um næstu helgi verður námskeið í Hip hop og house dansi. Allir sem hafa gaman af Body Jaminu ættu að fíla þetta og svo allir sem hafa gaman af dansi.

Dans, dans, dans....

Nú er bara að skrá sig í tangó eða magadans um helgina. Ætla að bjóða korthöfum á bjargi 2000kr afslátt(parið) á tangónámskeiðið.

Góð mæting á fyrirlesturinn!

Það komu um 50 manns á fyrirlesturinn um sætuefnið Aspartam. Þetta var mjög athyglisvert efni og nauðsynlegt að skoða allar hliðar málsins.

Brjálað að gera hjá nuddurunum!

Það komu 3 hópar í dekur hingað um helgina. Á föstudagskvöldinu komu rúmlega 30 manns og allt svæðið var í notkun, 3 pottar og 3 gufuböð.

Bryndís og Kristín með 100% mætingu

Lokauppgjör fyrir síðasta Vo2max námskeið var þriðjudaginn 7. nóv. Tvær stelpur voru með 100% mætingu, 6x í viku í 6 vikur. Virkilega sexý og fengu þær Bryndís Arnardóttir og Krístín Ólafsdóttir Bjarg nærbuxur og þriggja mánaða kort í verðlaun.

Nýir bolir og treyjur!

Bolirnir eru loksins komnir, ýmsar tegundir, stutterma og langerma. Allt á mjög sanngjörnu verði. Nýir bolir fyrir Bjargfasta eru líka komnir, munið að sækja þá og endurnýja ef þið viljið.

Athyglisverður fyrirlestur!

Haraldur Magnússon osteopati kemur hingað næsta sunnudag 12. nóvember og verður með fyrirlestur á Bjargi um aspartam sætuefnið.

Góð mæting í dans og fínt námskeið í Fit pilates

Það voru mörg pör sem mættu í sving og salsa hjá Jóa og Theu um helgina. Hefðum viljað sjá fleiri í línudansinum, en við lærðum 7 nýja og flotta dansa með skemmtilegum og öðruvísi rithma.