Tugþrautin og hjólatúr

Það eru margir langt komnir með landsmótstugþrautina okkar og sumir búnir. Hjólahópurinn ætlar að koma til móts við þá sem vilja hjóla litla Eyjafjarðarhringinn. Þau ætla að efna til hópferðar næsta mánudag kl 20:00Það eru margir langt komnir með landsmótstugþrautina okkar og sumir búnir.  Hjólahópurinn ætlar að koma til móts við þá sem vilja hjóla litla Eyjafjarðarhringinn.  Þau ætla að efna til hópferðar næsta mánudag kl 20:00  frá Bjargi.  Þau ætla að aðstoða og brjóta vindinn fyrir okkur og skipta sér niður í hópa ef þarf.  Nú er engin afsökun, mætum með nesti og vatn, þetta tekur um 2-3klst.