Body Pump

Hvernig væri að prufa einn vinsælasta hóptíma í heiminum?  Body Pump eru lyftingar með stöng og laus lóð í klukkutíma.  Kennarinn fer eftir ákveðnu prógrammi sem breytist á þriggja mánaða fresti.  Flott tónlist, öðruvísi samsetningar, fullt af hugmyndum fyrir þá sem vilja breyta til í lyftingasalnum.  Góðar kviðæfingar og teygjur.  Anna Ársælsdóttir kennir þessa tíma hér og er einn reyndasti Body Pump kennari landsins.  Tíminn er á þriðjudögum kl. 17:30 og hentar öllum.