Uppgjör eftir fyrstu 8 vikurnar í lífsstíl

Frábær árangur náðist á 8 vikum hjá lífsstílnum.  Hópurinn er frábær og Abba, Hóffa og Anna njóta þess í botn að kenna þessum ofurkonum.  Fyrir 10% léttingu á 8 vikum eru verðlaunin 6 mánaða þrekkort að verðmæti 49.000 kr. og það voru tvær dömur sem náðu þessu núna Inga Huld Pálsdóttir og Anna Haraldsdóttir.  Þær voru jafnar með hlutfallslega flest kíló farin og fengu því tvo mánuði extra fyrir það og Anna var með flesta sentimetra farna og fékk aðra tvo mánuði þar.  Hafdís Unnsteinsdóttir krækti í mætingaverðlaunin og svo voru svakalega flott utdráttarverðlaun.  Jóhanna Bára Þórisdóttir listakona er í hópnum og hún gaf mynd sem hún málar af kindarössum og Súlur í baksýn.  Abba gaf krúttklút og Bjarg mánaðarkort. Til hamingju allar með flottar fyrstu 8 vikur.  Þær seinni verða bara enn skemmtilegri.