Fréttir

Gravity vefjagigt kl 18:30

Það eru nokkur pláss laus á næsta námskeið í Gravity vefjagigt kl 18:30.  Fullt er kl 17:30 og það er hægt að skrá sig á lengra en 4 vikna námskeið ef vill og er það mun ódýrari kostur.

Svaka myndataka

Það voru um 20 leikarar sem mættu til að taka þátt í sjónvarpsauglýsingunni fyrir Bjarg.  Elvar myndatökumaður stjórnaði þessu öllu með mjúkri jógahendi þannig að allir voru þolinmóðir og gerðu það sem þurfti til að allt gengi upp.  Kærar þakkir sjálfboðaliðar og aðstoðarfólk Elvars.

Að skoða tímatöfluna

Athugið að þið sjáið ekki alla tímana sem eru í boði suma daga hér á forsíðunni nema" skrolla" niður. Flestir dagar innihalda það marga tíma að þeir neðstu sem eru kl 17:30 og 18:30 sjást ekki.  Fáum nokkrar hringingar á dag frá fólki sem er að spyrja hvort þessir tímar séu hættir. Svo er öruggast að skoða alla tímatöfluna, þar er allt rétt.

Tímar að hætta

Við gáfum nokkrum tímum sem eru ekki vel sóttir séns út janúar.  3 tímar á fimmtudögum eru á útleið.  Tökum einn fimmtudag í viðbót og svo hætta þessir tímar:  Spinning/þrek kl 6:10, Body Fit kl 8:15 og CXWORX kl 18:30.  Við munum líklega setja inn CXWORX 30 mínútna core tíma kl 6:20 á þriðjudagsmorgnum. 

Sjálfboðaliðar í upptöku?

Það á að fara að taka upp sjónvarðsauglýsingu fyrir Bjarg á sunnudaginn.  Okkur vantar sjálfboðaliða til að vera í tímum eins og Hot Yoga, Boltatíma, Body Pumpi og í tækjasal.  Zumban verður tekin upp síðar.  Þetta mun taka 3-4 klst og byrjar kl 10.  Hægt að koma inní kl 12 t.d. eða fara eftir 1-2 klst.  Við bjóðum þeim sem vilja leggja þetta á sig mánaðarkort sem má ráðstafa að vild.  T.d. gefa í afmælisgjöf eða eitthvað.  Elvar myndatökumaður byður fólk um að vera ekki alveg svartklætt, ok með buxur en helst í lituðum bolum. Þetta er bara skemmtilegt tækifæri, sjáumst kl 10. 

Dans, dans

Sh´bam tíminn á föstudag fellur niður.  Það verður gestakennari í Evudansi á laugardag kl 12:00.  Inga danskennari frá Dalvík mætir og heldur uppi fjörinum í fjarveru Evu.

Ekkert Step í dag!

Hóffa er veðurteppt í Reykjavík og því fellur Body Step tíminn niður í dag.  Hún mætir svo brjáluð eftir viku í þennan frábæra pallatíma.  Bendum Seppurum á spinning kl 17:15 og Body Fit kl 17:30 í staðinn.

Spinning og kviður

Hvað er betra kl 6 á morgnana en að skella sér á spinninghjólið á Bjargi í rökkrinu, hamast þar í 45 mínútur og taka svo vel á kviðvöðvunum á eftir í 10 mínútur.  Óli verður klár fyrir þetta í fyrramálið kl 6:10.  Adda Þóra verður niðri í hitanum með heitan þrek og boltatíma á námskeiðinu Nýtt útlit, geysi vinsæl námskeið og ansi margir eru farnir að ánetjast hitanum í kjallaranum.

Námskeið, námskeið

Það er mikið hringt til að athuga hvort hægt sé að koma inná námskeið.  Það er fullt á Nýtt útlit kl 16:30 og 6:10, einnig Gravity vefjagigt kl 17:30.  Tvö pláss eru laus í Gravity Extra kl 16:30 sem er fyrir þau sem eru 30 kg of þung eða meira.  3 laus pláss eru í Gravity vefjagigt kl 18:30.  Mömmuþrekið byrjaði á mánudag og þar er nóg pláss, 6 vikna námskeið.  Einnig er hægt að komast að í nýjum lífsstíl kl 18:30 og nýju lífi kl 9:30, 8 eða 16 vikna námskeið.  Líka möguleiki að vera eitthvað styttra.  Tryggvi og Birna eru byrjuð með unglinganámskeið og eina námskeiðið sem ekki er byrjað er Grit. Tækifæri fyrir þau sem eru í þokkalegu formi að taka þjálfunina lengra.

Stórir laugardagar

Ólatíminn er alltaf jafnvinsæll hjá þeim sem vilja taka verulega á því.  Skemmtilegir og ögrandi þrektímar á laugardagsmorgnum , smoothie og pottur og spjall á eftir.  Sterkur kjarni mætir alltaf í Body Balance og voru 27 mættir í gær.  Einstök stemming og þar er heiti potturinn fastur punktur á eftir.  Kl 12 á laugardögum fyllist síðan stóri salurinn, 50 konur og stelpur, diskóljós, sviti og stemming hjá Evu Reykjalín í dansi.  Við sjáum ný andlit á hverjum einasta laugardegi enda er frítt í þessa tíma og hefur verið í ein 5 ár eða meira.