Fréttir

Enginn dans um helgina

Eva þarf að fara í burtu og því falla danstímarnir á föstudag og laugardag niður.  Kíkið í spinningtímann til Óla á föstudaginn eða í dans hjá Öbbu með 50+ kl 16:15. 

Kortanúmer í afgreiðslu

Við erum með opið afgreiðslukerfi og treystum fólki.  Undanfarið höfum við heyrt að ansi margir séu að svindla sér inn og eigi ekki kort.  Við vörum við þessu og munum gera regluleg tékk í öllum tímum og standa við stigann uppí tækjasal og spyrja viðkomandi um nafn og númer.  Abba varaði Hot Yoga hópinn við þessu í gær en einhverjir lauma sér inn í þá tíma og ganga inn um neðri innganginn.  Skorum á alla að vera sanngjarnir og borga fyrir þjónustuna sem við veitum.

Lífsstíll

Fyrstu 8 vikurnar í lífsstílnum og nýju lífi eru að baki.  Hægt er að koma inná seinni 8 vikurnar en flestir eru skráðir á 16 vikna námskeið.  Uppgjör fyrir fyrstu 8 vikurnar fór fram í dag og það var ein sem var nálægt 10% léttingu á 8 vikum, Hulda Ragnarsdóttir.  Í verðlaun fær hún 6 mánaða kort.  Við veitum verðlaun í báðum hópum fyrir flesta sentimetra farna, hlutfallslega flest kíló farin og bestu mætingu.  Alls gefum við um 1 1/2 ár í verðlaun, sem er um 130 þúsund krónur.

Frumflutningur á Body Combat og steppi

Anna frumflutti nýtt Combat í vonda veðrinu í dag, hrikalega skemmtilegt að hennar sögn.  Hóffa verður líklega með nýtt Body Step næsta mánudag.  Gaman, allt að gerast og fullt af nýjum æfingum og áskorunum.

Gravity 60+

Það er að byrja nýtt námskeið í fyrramálið í Gravity 60 ára og eldri.  Tímarnir eru kl 9:30 á fimmtudögum og 10:30 á mánudögum.  Nokkur pláss eru laus, einstaklega góðir styrktartímar fyrir fólk á besta aldri.  Kennari er Ósk Jórunn Árnadóttir sjúkraþjálfari.

Frumflutningur á Body Balance

Hólmfríður og Aðalbjörg eru Body Balance kennarar Bjargs og munu frumflytja Balance númer 60 á morgun.  Þokkalega krefjandi yogastöður og fallegt flæði milli tónlistar og æfinga.  Það er ein sérstakelga erfið áskorun en enginn þarf að geta gert allt sem er lagt upp með og alltaf gefa þær upp auðveldari leiðir.

Gravity vefjagigt

Það er hægt að koma inní 18:30 hópinn í Gravity vefjagigt á mánudögum og miðvikudögum. Hópur fyrir fólk með vefjagigt og önnur stoðkerfisvandamál.  Aukatímar í hverri viku í heita salnum, Hot Yoga annan hvern fimmtudag kl 18:30 og teygjutími annan hvern föstudag kl 16:30.

Gravity Extra

Gravity Extra er námskeið fyrir þau sem eru 30 kg of þung eða meira.  Þórunn Erlings, Guðríður og Andrea haf séð um hópinn og er mikil ánægja með námskeiðið fyrst 8 vikur þessa árs, og sitja þau sem fastast í þessum hóp.  En það er laust fyrir nokkra seinni 8 vikurnar á námskeiðinu og byrja þær 14. mars.  Gravity 2x í viku og þol (spinning eða útiganga) einu sinni í viku.  Vigtun, mælingar og fræðsla í netðósti.

8 vikna námskeið byrjar 11. mars

Nýtt líf er kl 9:30 5x í viku, Nýr lífsstíll er 3x í viku kl 18:30 á mánud, og miðvikud. og kl 10:30 á laugardögum.  Seinni 8 vikurnar byrja 11. mars og er skráning byrjuð.  Margar eru skráðar á 16 vikna námskeið en það er pláss fyrir 15-20 í viðbót í hvorum hóp seinni 8 vikurnar. 

Gravity 16:30 á miðvikudögum

Það er pláss fyrir 6 manns í Gravity kl 16:30 á miðvikudögum.  Við opnum þann tíma fyrir alla.  Skráning vikulega, byrjum að skrá á laugardagsmorgni fyrir opna Gravitytíma vikunnar.