Sjálfboðaliðar í upptöku?

Það á að fara að taka upp sjónvarðsauglýsingu fyrir Bjarg á sunnudaginn.  Okkur vantar sjálfboðaliða til að vera í tímum eins og Hot Yoga, Boltatíma, Body Pumpi og í tækjasal.  Zumban verður tekin upp síðar.  Þetta mun taka 3-4 klst og byrjar kl 10.  Hægt að koma inní kl 12 t.d. eða fara eftir 1-2 klst.  Við bjóðum þeim sem vilja leggja þetta á sig mánaðarkort sem má ráðstafa að vild.  T.d. gefa í afmælisgjöf eða eitthvað.  Elvar myndatökumaður byður fólk um að vera ekki alveg svartklætt, ok með buxur en helst í lituðum bolum. Þetta er bara skemmtilegt tækifæri, sjáumst kl 10.