Zumba á Bjargi!

Dansinn hefur alltaf verið stór á Bjargi og eftir smá hlé er hann að fara aftur í gang eftir áramót.  Arna Benný Harðardóttir íþróttafræðingur er nýr Zumbakennari og mun byrja hér eftir 20. janúar.  Hægt verður að kaupa sig bara inní Zumbuna sem verður líklega tvisvar í viku til að byrja með.  Við erum með einn glæsilegasta danssal landsins, parketgólf, engin súla, gott svið fyrir kennarann, og svaka pláss fyrir þau sem koma og vilja sveifla sér almennilega.