Fréttir

Aukatími í Gravity á sunnudag

Það eru svo margir á biðlistum eftir fleiri Gravitytímum að við ætlum að setja á tíma kl 12 á sunnudag. Það er reyndar allt að springa hérna. Okkar stóru salir eru troðfullir í öllum tímum.

3 nýir Body Jam kennarar

Það voru 3 einstaklingar frá okkur á Body Jam kennaranámskeiði um helgina. Sigyn Blöndal, sem er með Point dansskólann, Brynjar Örn Þorleifsson en hann dansaði með Selmu í Eurovision á sínum tíma og er að kenna hjá Sigyn í Point.

Fleiri spinningtímar og Gravity plús.

Ætlum að bæta við nýjum spinningtíma á fimmtudögum kl 16:15. Það er mikil aðsókn í tímann sem er kl 17:15 og margir sem komast ekki að. Tryggvi mun líklega sjá um þennan tíma eins og hina flesta.

Gravity vika 23-29 janúar

Við ætlum að bjóða öllum frítt í Gravity í næstu viku. Kynning fyrir þau sem hafa aldrei prufað. Skráning hefst á sunnudaginn fyrir alla vikuna. Látið vita með góðum fyrirvara ef þið mætið ekki.

1800 virk kort

Við erum komin með 1800 virk kort núna enda margir að taka sig á í byrjun árs. Auðvitað ætla allir að vera rosa duglegir og halda þetta út. Látið okkur hjálpa ykkur og leitið eftir leiðsögn í tækjasal og mælingum ef þið viljið.

Erfiðir tímar!

Ef þú villt komast í ekta þrektíma með einföldum og góðum æfingum þá eru Ólatímarnir á laugardagsmorgnum frábærir. Óli keyrir liðið út á ystu mörk , og notar allt sem honum dettur í hug eins og hjól, lóð, dýnur, palla, stangir, bolta, stigana og gangana í húsinu. Hann lætur ykkur hlaupa og djöflast í 90 mínútur.

98 komnir í áskorunina!

Það er hugur í fólki og tala skráðra nálgast 100. Það eina sem þið þurfið að gera gagnvart okkur er að skrá ykkur. Aftur á móti þurfið þið að vera tilbúin að leggja á ykkur reglusamt og hollt mataræði og æfa vel ef þið ætlið að ná 10% burt á 8 vikum.

Námskeiðin flest að byrja á morgun!

Gravity námskeiðin, lífsstíll morgunn og kvöld, Síðubitar og unglingaátak, eru að byrja á morgun. Látið ykkur hlakka til, þetta verður bara skemmtilegt. Gott er að vera búin(n) að borga t.d. í dag því það er allt brjálað í afgreiðslunni á fyrsta deginum.

40 manns á fyrirlestri!

Það var góð mæting á fyrirlestur Sigurbjörns Árna á laugardaginn. Hann talaði um púlsþjálfun og mikilvægi púlsmæla í þolþjálfun almennt. Halldór úrsmiður var með kynningu á púlsmælum.

Troðfullt á lífsstílsnámskeiðið

Það er fullt á lífsstílsnámskeiðið kl 19:30 og 15 manns á biðlista. Enn er hægt að bæta við á námskeiðið kl 18:30. Sá hópur er ætlaður fyrir þau sem þurfa að léttast mikið(20kg og yfir). Þið sem eruð skráð kl 19:30 athugið hvort það er mögulega betra fyrir ykkur að vera kl 18:30.