14.04.2014
100.000 kr. í peningum og 86.000 kr. þrekkort eru verðlaunin til þess sem léttist hlutfallslega mest á Fimm/tveir námskeiðinu. Það er
hvetjandi að keppa um peningaverðlaun. Verðum einnig með áskorinir og keppnir þar sem hægt verður að næla sér í
aukaverðlaun. Skráning er hafin, takmarkaður fjöldi kemst að.
13.04.2014
Athugið að Hot yogatíminn á miðvikudagskvöldinu fyrir páska fellur niður. Lokað á föstudaginn langa og Páskadag.
Tækjasalur opinn frá 10-13 á Skírdag og annan í Páskum, laugardagurinn er venjulegur og Bjargþrekið og Body Balance inni.
10.04.2014
Námskeið fyrir þau sem eru í góðri yfirvigt og vilja léttast og gera það sem þarf til að léttast. Fimm æfingar
á viku og tveir frídagar eða léttari dagar. Borðum hollt og eðlilega 5x í viku en minna og enn hollara 2x í viku. Bokin um 5/2
mataræðið er innifalin í námskeiðinu. 5 til 10 vikur og við byrjum 23. apríl. Tökum svo maí og júní í
þetta og vað verða vegleg verðlaun til þess sem léttist hlutfallslega mest. Hrönn Harðardóttir sem komst í úrslitin í Biggest
Loser Ísland verður á námskeiðinu og mun miðla af sinni reynslu. Hún er tilbúin að hjálpa, spjalla og styðja við bakið
á þáttakendum eins og þarf. Nánar.
07.04.2014
Já, hann keppti í öllum greinum og fór glæfrastökk á sleðanum. Held hann hafi verið bestur í öllu, var það ekki, enda
æfir hann á Bjargi.
03.04.2014
Nú er Hot yoga áskoruninni lokið og við förum að fækka tímunum eitthvað. Munum líklega halda inni öllum tímunum fram að
páskum en þá falla einhverjir tímar út. Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:30 verða áfram inni og allavega einn tími í
viðbót.
26.03.2014
Páskaspretturinn byrjaði í dag á Hot yoga. Þrjár vikur og æfingar 5x í viku lágmark. Góður hópur er
skráður á námskeiðið en samt er pláss fyrir nokkra í viðbót. Góðir kennarar með mikinn metnað sjá um
námskeiðið.
24.03.2014
Næsta miðvikudag kl. 8:15 verður heitur rúllutími í stað þrektíma. Sjálfsnudd og teygjur í heitum sal, notum bandvefslosunarrúllur og litla bolta.Gott að hafa með sér
vatn, vera berfættur og hafa handklæði.
Þeir sem vilja þolið mæta fyrir kl. átta, taka 500 metra á róðravél, 6 mín á hlaupabretti / stígvél og hlaupa 10
ferðir í stigann, koma svo sveitt og sæl niður í nuddið.
Hlökum til að sjá ykkur, Andrea og Guðríður
20.03.2014
Mánaðarþrekkort á 8.000 kr. Gildir lengur ef verkfallið dregst á langinn. Innifalið í þrekkorti er tækjasalur, spinning,
þrektímar, Zumba, Body Pump og heitur þrektími. 10 tímar í Zumbu fyrir 5.000 kr. og 10 tímar í Hot yoga fyrir 5.000 kr.
17.03.2014
Úrvalshópur frjálsíþróttasambands Íslands, 15-22 ára var hér um helgina í æfingabúðum. Hópurinn
gisti á Bjargi, borðaði, æfði, skemmti sér og naut lífsins. Krakkarnir komu flest að sunnan en slatti að norðan og austan.
14.03.2014
Það verða gestakennarar í spinning kl. 17:15 í dag. Arna Benný Zumbakennari og Jonni kærastinn hennar ætla að hjóla með ykkur,
svitna, puða og púla. Bara gleði!!