Elvar í heimsókn!

Elvar Guðmundsson sem kenndi Hot yoga hér á Bjargi 2011 er í heimsókn á Akureyri yfir jólin.  Hann mun kenna Hot yoga sunnudaginn 28. des. kl. 11.  Við erum að hugsa um að vera með áramótatíma í Hot yoga þriðjudaginn 30. des. á undan stóra þrektímanum.  Byrjum 16:30 og kannski verða 2 til 3 kennarar sem skiptast á að kenna.  Mætum í góðu áramótaskapi og förum í öflugt Hot yoga þar sem við gerum kannski eitthvað öðruvísi.