Um 80 manns hlupu í Gamlárshlaupi UFA

Hluti hlauparanna sem hljóp 10 km
Hluti hlauparanna sem hljóp 10 km
Ágætis þátttaka var í Gamlárshlaupi UFA í gær.  8 manns gengu 10 km en restin hljóp 5 eða 10 km í fínasta veðri og bærilegri færð.  Rannveig Oddsdóttir og Bjartmar Örnuson komu fyrst í mark í 10km hlaupinu og fengu glæsilegar flugeldatertur í verðlaun.  6 tertur og gos voru í útdráttarverðlaununum, ásamt eins, tveggja og þriggja mánaðarkortum frá Bjargi, Gravitynámskeiði og tveimur Bjargtreyjum.  Rub 23 bauð öllum þátttakendum súpu og Bakaríið við brúna sá um brauðið.  Abba og Óli sáu svo um að gera umgjörðina notalega með dýnum, kertum, borðum, stólum og tónlist.  Stefnum á 100 manns að ári.