Skráning á námskeið í fullum gangi

Skráning er langt komin á sum námskeið en nóg pláss enn á öðrum.   Fullt er á eitt Gravitynámskeið kl 17:30 en nóg pláss á öllum hinum.  Kvöldhópurinn í lífsstílnum er að fyllast en nokkur pláss enn laus.  Laust er á CrossFit námskeiðin 3, Body Fit og 6x6x6 námskeiðið er hálffullt.  Þið sem borgið við skráningu getið byrjað strax og æft fram að námskeði.  Flest byrja í kringum 9.-19. janúar.