Fréttir

Ólatími, Body Balance og Zumba á morgun

Það er ekkert lát á vinsældum Ólatímans sem er kl. 9:05 á laugardagsmorgnum.  Óli kennir oftast sjálfur og getur endalaust komið á óvart með frábærum þrektímum.  Body Balance tímarnir hafa líka verið endalaust vinsælir síðan Abba byrjaði að kenna þá fyrir um 15 árum.  Fallegir, krefjandi tímar sem eru skemmtileg blanda af óhefðbundnu yoga, Pilates og Tai Chi.  Flott tónlist er eitt af aðalsmerkjum þessara tíma og Grammy verðlaunahafinn Sam Smith á einmitt tvö lög núna í Body Balance.  Zumban hjá Þórunni er síðan opinn fyrir alla sem eiga kort á Bjargi, tækja-eða þrekkort.  Nýjustu og flottustu dansarnir við dúndrandi skemmtilega músík.

Innifalið í tækjakorti

Ólatíminn og Zumban á laugardögum fylgja tækjasalskortinu.  Skemmtileg tibreyting fyrir korthafa að hvila sig á tækjasalnum á laugarögum og fara í alvöru þrektíma eða dansa brjálaða og skemmtilega Zumbu.

Body Balance

Það er Body Balance tími í fyrramálið kl. 10:30. Tímarnir eru í nýuppgerðum sal í kjallaranum. Nóg pláss og frábært prógram. Flott tónlist og reynslumiklir kennarar.

Body Balance

Það er Body Balance tími í fyrramálið kl. 10:30. Tímarnir eru í nýuppgerðum sal í kjallaranum. Nóg pláss og frábært prógram. Flott tónlist og reynslumiklir kennarar.

Fullt á rúllunámskeiðinu

Það er troðfullt á heita rúllunámskeiðinu hjá Guðríði og Andreu.  Góður hópur er á ketilbjöllunámskeiðinu hjá Tryggva og svo er alltaf að fjölga í Gravity/bilta námskeiðinu og lífsstílnum.  það er hægt að koma inní þau námskeið hvenær sem er og þau verða fram á vorið, enda í kringum 10. maí.

Zumba fellur niður tvo mánudaga.

Arna Benný er í hálfsmánaðar fríi og því fellur Zumba niður næstu tvo mánudaga.  Þórunn mun kenna miðvikudags tímana og áfram á lsugardögum. 

Rúllutíminn á mánudögum

Heiti rúllutíminn á mánudögum kl. 17:30 er opinn fyrir alla sem eiga þrekkort eða eru á einhverjum námskeiðum.  Það er frjálst fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi að mæta í alla opna tíma í tímatöflunni.  Einnig er í lagi að kíkja aðeins á milli námskeiða, Nýtt útlit og lífsstíll t.d. Það hangir uppi tímatafla á töflunni hjá okkur þar sem við merkjum hver kennir og þar eru lokaðir tímar merktir með lit.  Einnig hér á síðunni er hægt að skoða alla tímana í tímatöflunni og lesa um þá hvernig þeir eru og hvort þeir eru opnir eða ekki.  Það þarf að fara í tímatöfluna og setja bendilinn á viðkomandi tíma og þá kemur útskýring.

Zumba á Bjargi

Skemmtilegir tímar sem eru alltaf jafn vinsælir enda erum við með tvo frábæra Zumbakennara.  Arna Benný og Þórunn elska að dansa og smita gleðinni út í salinn.  Einfaldir dansar við flotta tónlist. 

Númer í afgreiðslu

Það var yfirfullt í Hot Fit tímanum á miðvikudag.  Þetta er námskeiðstími en líka opinn til að fylla uppí.  Ansi margir fengu sömu hugmyndina og því miður þurftu þeir sem komu 10 mínútum of seint að snúa frá.  Námskeiðskonurnar ganga fyrir og eiga sitt pláss, Dekurnámskeið, nýtt útlit og fimm/tveir.  Aðrir þurfa að taka númer í afgreiðslu næsta miðvikudag.  Einnig þarf að taka  númer í flesta Hot yoga tíma núna í janúar.  Síðan jafnast þetta út þegar líður á febrúar, en auðvitað ætti það ekki að vera svo.

16 heitir tímar á viku

Fólk sækir í hitann núna.  Hot yoga er geysi vinsælt og um 20 manns í hverjum tíma.  Við erum með 7 Hot yoga tíma vikulega.  Þeir eru á öllum tímum, kl. 6:10, 12:10, 16:20, 17:20 og 20:00.  Hot yoga hentar öllum sem vilja liðkast, styrkjast, bæta jafnvægið, líða betur andlega og líkamlega og slaka á í hitanum og rökkrinu.  Aðrir heitir tímar eru Hot Fit tímarnir.  Við erum með 5 opna og 4 á lokuðum námskeiðum.  Hot Fit er mjúk leikfimi í heitum sal.  Eitthvað sem konur á öllum aldri elska og þær flykkjast í þessa tíma.  Heiti rúllutíminn er einu sinni í viku.  Frábært sjálfsnudd og bandvefslosun fyrir alla.  Hvetjum íþróttafólk sérstaklega til að prufa þessa tíma og alla sem vilja læra réttu tökin á rúllunni og litlu boltunum.