Fréttir

Gott kerfi fyrir alla

Við gerðum tilraun í fyrra sem tókst vel að ýmsu leiti en virkaði ekki alla leið.  Þess vegna breyttum við aftur í gamla kerfið 1. maí 2014.  Við höldum samt í ýmislegt gott úr nýja kerfinu eins og að selja áfram ódýr kort í tækjasalinn.  Þrekkortin virka síðan eins og gömlu kortin, allir opnir tímar og tækjasalur og allir kaupa núna kortin í afgreyðslunni.  10 tíma kortin gilda í alla opna tíma, ekki bara Hot Yoga eða spinning eins og var.  Hagstætt er fyrir marga að kaupa ódýra tækjasalskortið og svo 10 tíma kort til að fara einstaka sinnum í hóptíma eins og Body Pump og Zumbu t.d.  Ólatíminn á laugardögum fylgir báðum kortum, er eini tíminn sem fylgir tækasalskortinu.

7.100 kr. og þú kemst í alla opna tíma og tækjasal.

Finnst þér gaman í spinning? Líka að dansa Zumbu og gott að fara í Hot yoga einu sinni í viku og etv. brjálaðan Ólatíma á laugardögum?  Þrekkortið okkar kostar 86.000 kr. árið, 70.000 ef þú ert í skóla og þá ertu að borga um 5.800 til 7.100 kr. mánaðarlega.  Heiti potturinn daglega og hlaupabrettið á undan eða eftir tímunum.

Frítt í hóptíma vikuna 8. til 14. september.

Við ætlum að bjóða öllum sem eru 14 ára og eldri að prufa tíma eins og Zumbu, spinning, Body Pump og Hot yoga vikuna 8. til 14. september.  Tækjasalurinn verður opinn fyrir korthafa þessa viku. 

Afsláttur af þrekkorti til skólanema

Allir sem eru í skóla fá afslátt af kortum hjá okkur.  Árskort í tækjasal kostar 39.000 kr.  Við gefum 15% afslátt af þrekkorti sem gildir í tækjasal og alla tíma líka.  Mánuður á 10.000 kr., 3 mánuðir á 25.500kr., 6 mánuðir á 42.000 kr., 9 mánuðir á 55.000 kr. og árið á 70.000 kr.

Allt að fyllast.

Það er mjög góð skráning á öll námskeiðin.  40 manns eru byrjaðir á fimm/tveir aðhaldsnámskeiðinu og mikill hugur í fólki og keppnisandi.  Fullt er á námskeiðið Nýtt útlit og við bendum þeim sem vilja komast í heitu tímana á að það eru tveir opnir tímar vikulega ef fólk á þrekkort.  Það getur verið að við bætum við einu Nýtt útlit námskeiði.  Eitt pláss er laust á Dekurnámskeðinu kl. 16:15 en nóg pláss er kl. 8:15.  Munið að þeir sem borga strax geta byrjað að æfa og prufa einhverja tíma t.d.

Skráning í fullum gangi.

Við erum byrjuð að skrá á öll námskeið sem verða í boði í haust.  Fyrsta námskeiðið fimm/tveir byrjar á miðvikudaginn.  Þar er góður hópur skráður en samt pláss fyrir um 10 manns í viðbót.  Skráning í Nýtt útlit og á Dekurnámskeiðið er langt komin.  Nóg pláss er á lífsstílsnámskeiðinu og Gravity/bolta. Best er að tryggja sér plássið sem fyrst og núna er pláss fyrir 2 í viðbót í nýju útliti.  Sjáum til hvort við setjum á annað námskeið, t.d. að morgni.

Fleiri Hot yoga tímar

Síðasti útitíminn var í dag.  Næsta fimmtudag kemur inn Hot yoga tími í staðinn.  Það er búin að vera frábær mæting í yogað í sumar þrátt fyrir góða veðrið.  Það verða því þrír tímar á viku núna til 1. september, þá koma inn 5 nýir tímar. Verðum líklega með Hot yoga áskorun í september.

Venjulegur þrektími 8:15

Það verður venjulegur þrektími í fyrramálið kl. 8:15.  Við vorum með heitan og venjulegan til skiptis og þessi venjulegi virðist hafa yfirhöndina hvað mætingu snertir.  Hættum því þessu systemi sem var bara sumarskipulag.

Nýr heitur salur

Við flytjum úr kjallaranum á jarðhæðina með heita salinn og tökum hann í notkun um mánaðamótin ágúst/september.  Þannig að núverandi teygjusalur verður að heitum sal og alltaf opinn á milli tíma til að æfa og teygja.  Hann verður volur allan daginn sem er fengur fyrir alla.  Heitu þrektímarnir, Body Balance og Hot yoga verða í þessum sal sem tekur rúmlega 20 manns.  Speglarnir ná niður í gólf, nýtt gólf, frábær hljómburður, nýjar dýnur og betri hitunargræjur.  8 Hot yoga tímar verða í boði vikulega og kannski verðum við með númerakerfi ef aðsóknin verður brjáluð, fyrstir koma fyrstir fá og hurðin læsist inn í salinn eftir að tíminn byrjar.

Verslunarmannahelgin á Bjargi

Laugardagurinn verður eins og venjulega, opið 10 til 16 og Óli verður með þrektíma kl. 9:05.  Það verður lokað á sunnudag og mánudag.  Opnum síðan á þriðjudag með þrektíma kl. 6:10. Skemmtið ykkur vel um helgina.