Fréttir

Matreiðslukennsla

Abba verður með matreiðslukennslu laugardaginn 22. sept. kl 13:00.  Kennslan er hugsuð fyrir alla sem eru á námskeiðum:  Lífsstíl, Gravity, Nýtt útlit, Body Fit, Hot Yoga og mömmuþrek.  Það er pláss fyrir um 40 manns og þetta verður í kjallaranum þar sem Gravitysalurinn er.  Skráningarblað er komið á töfluna á Bjargi, 500kr og fullt af smakki.

Gravity og Nýtt útlit

Skráning er hafin á næstu Gravitynámskeið sem byrja miðvikudaginn 26. september. 

Hot Yoga í hádeginu

Það verður Hot Yoga í hádeginu á morgun.  Bryndís yogakennari kennir föstudagshádegistímann einu sinni í mánuði og þá verður Hot Yoga tími.  Skemmtileg tibreyting fyrir hádegishópinn og aukatími fyrir Hot Yoga aðdáendur. 

CXWORX í Ólatíma

Stelpurnar ætla að riðjast inní Ólatíma á laugardaginn og frumflytja nýtt CXWORX.  Óli byrjar og verður með 30-40 mínútna þoltíma.  Hóffa, Anna, Birgitta og Þóra taka svo við síðasta hálftímann og djöfla mannskapnum út í plönkum og öðru skemmtilegu.

Nýtt Body Pump, Body Step og CXWORX

Við erum að frumflytja nýju Les Mills kerfin núna.  Hóffa kom með nýtt step í dag, vel erfitt og þrekhringur í boði, spennandi.  Pumpið er flott að vanda og svo mun líklega verða opinber frumflutningur á Ótrúlega flottum kjarnaæfingum í Ólatímanum á laugardaginn.  Anna er búin að frumflytja nýtt Combat og Abba Vive.

Elvar, spinning og morgunþrek

Elvar Sævars ætlar að koma inn í næstu viku og þá setjum við spinningtímann kl 16:30 á þriðjudögum af stað.  Óli mun kenna tímann á móti honum.  Elvar kemur svo inní morgunþrekið á föstudögum eins og sl. vetur og kennir þá á móti Tryggva.  Góðir og metnaðarfullir kennarar, það er okkar auður.

Konutíminn verður þrektími

Konutíminn er og hefur verið þrektími, þar sem öllu er blandað saman

Fjölskyldudagur, Dekurhelgi, DVD spinning....

Það er margt spennandi á haustönninni hjá okkur.  Fyrst er að telja fjölskyldudaginn sem verður sunnudaginn 30. september.  Þá geta krakkar á öllum aldri æft í tækjasalnum í fylgd forráðamanns.  Þrautabraut fyrir þau yngstu. Dömulegir dekurdagar verða um miðjan október og við höfum fellt dekurhelgina okkar inní þá dagskrá.  Kertaljós, nuddarar við pottinn, frítt fyrir alla í Hot Yoga og þá tíma sem verða í boði þessa helgi.  Happdrætti og aðrar uppákomur.  Í lok október munu spinningkennararnir svo verða með DVD spinnig.  Góðar hljómsveitir á stórum skjá, nokkrir kennarar og svaladrykkur.  Fleira er á döfinni og verður auglýst síðar.

Body Step fer af stað í dag

Þegar veðrið er svona hefur maður ekkert annað að gera en að koma inn og svitna ærlega í skemmtilegum tímum.  Hóffa er mætt á svæðið og byrjar með Body Step í dag.  Munið líka eftir heita tímanum kl 17:30, Body Fit.

Sunnudagur með Tryggva

Loksins eru sunnudagstímarnir komnir inn aftur.  Tryggvi byrjaði með þessa tíma sl. vetur og þeir slógu rækilega í gegn.  Það er hægt að koma og fara í báða tímana, 45 mín spinning og 30 mín þrekhring eða velja annan hvorn.  Spinning kl 10:15 og þrekið kl 11. Tryggvi mætir með flottan lagalista í spinning að vanda og þrekhringurinn er einfaldur og á færi allra.