Allt að fyllast

Það voru rúmlega 40 manns í Ólatímanum í morgun og Óli náði að keyra hópinn að mörkunum eins og vanalega.  Ekki amalegt að fara út í góða veðrið á eftir með smoothie í heita pottinum.  27 komu í Body Balance en Abba kenndi nýja prógrammið, einstök tónlist, góðar æfingar og svitinn lak.  Eva er svo á fullu að dansa núna með stóran hóp að vanda.  Íslandsmeistararnir í knattspyrnu kvenna komu og dönsuðu með Öbbu og Evu í dag, æðislegar og auðvitað laaaang flottastar.