Fréttir

Brjálaður föstudagur

Það er hægt að velja um þrjá geggjaða tíma á föstudögum eftir hádegi. 

Tveir nýir hádegistímar

Nú eru tímar í hádeginu alla virka daga.  þrektími á mánudögum og föstudögum, CXWORX core timi á þriðjudögum, Spinning/þrek á miðvikudögum og Body Pump á fimmtudögum.  Frábær blanda til að ná árangri.  Kl 8:15 á morgnana er svipuð blanda nema þar eru heitir tímar tvisvar í viku, Hot Yoga og Body Fit boltatími.  Gott að æfa í heitum sal að morgni því líkaminn er styrðari í morgunsárið og hitinn hjálpar.  Kl 6:10 er hægt að fara í spinning 3x í viku, tvisvar í 20 mínútur og einu sinni í 50 mín.  CrossFit æfing í 40 mín tvisvar og Gravity einu sinni.  Við munum svo opna fyrir Hot Yoga kl 6:10 á þriðjudögum eftir 20. september. 

Ekkert step í dag

Body Step tíminn fellur niður í dag.  Vonum að hann komi inn í næstu viku. 

CXWORX

Hvað er það?  30 mínútna tími þar sem unnið er með kjarna líkamans, kvið, bak, axlir, rass og læri.  Öflugir og krefjandi tímar.  Þóra frumflutti nýtt prógram í hádeginu og Anna kemur á eftir kl 18:30 og kennir spinning í 30 mínútur og svo CXWORX í 30 mínútur. 

Zumba, Zumba toning, sh´bam og Evudans.

Það er hægt að dansa hér 4x í viku.  Eva Reykjalín mun kynna Zumba toning í dag sem er Zumbadans með létt handlóð.  Hún verður líka með Zumbu á fimmtudögum kl 18:30 og SH´bam á föstudögum kl 17:30.  Sh´bam er klikkaður danstími þar sem þú færð Hip hop, latin, Krump, diskó og bara allt, 12 dansar og 12 lög.  Núna er dans við Thriller Michaels Jakson og fleira gott, æðislegt í lok vinnuvikunnar.  Evudans á laugardögum kl 12 er frír danstími fyrir alla og þar dansar Eva alla sína uppáhaldsdansa.

Body Step, Pump, Combat og Vive

Body Step tíminn í dag fellur niður.  Fylgist vel með hér því að tíminn næsta miðvikudag er ekki alveg öruggur.  Combat tíminn á miðvikudögum kl 17:15 fer af stað í þessari viku, Body Pumpið í hádeginu á fimmtudögum og Abba mætir galvösk með nýtt Body Vive á föstudaginn.  En hún og Eva voru á kenna á Les Mills workshopi í Reykjavík um helgina. 

2 sæti laus á Nýju útliti

Það var löngu orðið fullt á námskeiðið Nýtt útlit sem byrjar á morgun.  En síðan komu nokkrar afskráningar og allur biðlistinn komst inn og núna halda afskráningarnar áfram og því eru tvö laus pláss á morgunnámskeiðið og tvö á 16:30 námskeiðið. 

Aukin barnagæsla

Eins og við höfum auglýst hér á heimasíðunni og á töflunum á Bjargi þá erum við að bæta við gæslu á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum frá 8:15-9:30.  Föstudagsgæslan seinni partinn kemur inn næsta föstudag og laugardagsgælan næsta laugardag.  Gæslan á þriðjudögum og fimmtudögum verður síðan áfram fyrir námskeiðin Nýtt útlit og mömmuþrek, eða til 11:30.  Okkur vantar tilfinnanlega manneskju í vinnu við gæsluna á mánudags og miðvikudagsmorgnum frá 8:15-10:15.