Fréttir

Breyting á Hot Yoga

Hot Yoga tíminn á fimmtudögum færist fram um hálftíma og verður því kl 18:00, og við byrjum á morgun TAKIÐ EFTIR. Við ætlum líka að stytta Hot Yoga tímann á þriðjudögum kl 17:30 í 60 mínútna tíma.

Appelsínugulur dagur á fimmtudag!

Fimmtudaginn 22. september verður appelsínugult þema á Bjargi. Við eigum ýmislegt appelsínugult sem verður dregið fram og allir sem vilja og geta mæta í einhverju appelsínugulu eða með

Spennandi kjarnatímar á döfinni.

Það verður kennaranámskeið í CXWORX um helgina á Bjargi. Þetta er nýtt 30 mínútna kerfi frá LesMills sem framleiða Body Pump og fleira. Tímarnir eru fyrir kjarnann, þ.e. frá lærum að öxlum.

Gott veður og troðfullir tímar.

Það mættu yfir 40 manns í Ólatímann í morgun og í Lífsstílinn. Brjálað stuð í Jamminu og um 20 konur. Hvar eru strákarnir?

Frumflutningur á Body Jam

Eva og Gerður ætla að frumflytja nýtt Body Jam á laugardaginn, þ.e. á morgun kl 13:00. Geggjuð spor við flottustu lögin, þær í banastuði og allir mæta með brosið og kannski

Skráning í gangi í Gravity og CrossFit.

Erum byrjuð að skrá á næstu Gravitynámskeið sem byrja 26. september en ekki október eins og stendur í N4 dagskránni, smá mistök. Næstu CrossFit námskeið hefjast 3. okt, CrossFit konur kl 8:30 og almennt grunnnámskeið kl 6:10. MömmuCrossFit byrjar á morgun.

Breyting á CrossFit morguntímum

Vegna einlægra óska viðskiptavina höfum við svissað CrossFit tímunum á þriðjudögum og miðvikudögum kl 06:10. Opni tíminn verður framvegis á þriðjudögum og Grunnnámskeiðið á miðvikudögum.

6x6x6 áskorun fyrir stelpur

Það er allt komið á fullt hjá 6x6x6 skvísunum. Tveir hópar í gangi og troðfullt í 16:30 hópinn en möguleiki að komast að í morgunhópnum. Þær byrjuðu á fimmtudaginn með 30 mínútna spinning

Body Vive frumflutningur á föstudag

Hóffa og Abba munu frumflytja nýja útgáfu af BodyVive föstudaginn 9. september kl. 16:30. Öðruvísi tímar með góðum og einföldum alhliða æfingum og skemmtilegri tónlist.

Yoga í stað BodyBalance á laugardag

Báðir BodyBalance kennarar okkar verða fjarverandi laugardaginn 10. september þar sem þær ætla að kynnast næstu útgáfu af BodyBalance á Les Mills Workshop. BodyBalance tíminn kl. 10:30 á laugardag fellur því niður en í stað hans verður yogatími þar sem Bryndís Arnarsdóttir yogakennaranemi kennir á sama stað og sama tíma.