Fréttir

Lífsstílsnámskeiðin að hefjast í dag

Tvö lífsstílsnámskeið byrja í dag. Um 90 manns eru skráðir á þessi námskeið. Við kennum öll undirstöðuatriði í líkamsrækt á þessum námskeiðum og hollan lífsstíl.

Opnir dagar

Opnir dagar byrjuðu í dag. Hvetjum alla til að koma, skoða og prufa tíma, tækjasal, heita potta og gufu. Hvernig væri að skella sér í hádegistíma?, Hvað með Hot Yoga? Konutíma eða Body Pump?

Gravitynámskeiðin að byrja í dag og CrossFit konur.

Tvö CrossFit námskeið eru komin af stað. Það er pláss á Konunámskeiðinu kl 08:30 sem byrjaði í morgun. CrossFit mömmur byrjar 15. september og eru nokkur sæti laus þar.

Frumflutningur á Body Step

Jóna og Hóffa ætla að frumflytja nýtt Body Step í dag kl 17:30. Þær lofa miklu stuði og skemmtilegum sporum. Hinn tíminn sem var á fimmtudögum

Síðasta helgi sumardagskrár

Vetrardagskrá okkar byrjar 29. ágúst og því er helgin 27.-28. ágúst sú síðasta í okkar sumardagskrá. Ólatíminn verður á sínum stað kl. 9:05 á laugardagsmorgun og verður síðasti tími þessa sumars þar sem Body Jam danstíminn sem er á dagskrá kl. 11 á laugardag 27. ágúst fellur því miður niður í þetta skipti. Þetta er því síðasta fríhelgi barnagæslu á laugardögum, börn sem eru nógu gömul til að vera ein í gæsluherberginu eru að sjálfsögðu velkomin þótt gæsla verði ekki á laugardag.

Fullt á CrossFit

Skráningar á námskeiðin fara vel af stað. Fullt er á CrossFit námskeiðið kl 06:10 sem byrjar 25. ágúst. Enn eru laus pláss á hin námskeiðin tvö kl 08:30

Fullt á tvö Gravitynámskeið

Gravity vefjagigtarnámskeiðin tvö eru full og biðlisti. Laust er á námskeiðin kl 08:30 og 06:15. Við mælum með Gravity fyrir alla sem eru að byrja t.d.eftir langt hlé,

Fullt á 6x6x6 áskorunina

Það fylltist strax á 6x6x6 áskorunanrnámskeiðið kl 16:30. Enn eru laus pláss kl 07:15, frábær tími fyrir þær sem byrja að vinna kl 9 eða 10. Morgunæfingar virka líka alltaf vel og fitubrennslan heldur áfram allan daginn.

Hlaupahópurinn RÓS heldur áfram

Vegna fjölda áskorana ætla Rannveig og Sonja með aðsoð Óla að halda úti hlaupahóp í haust. Tímarnir verða kl 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum , opnir fyrir korthafa á Bjargi. Þessir tímar byrja líklega um mánaðarmótin.

Risastór tímatafla á döfinni

Ný tímatafla fer af stað 29. ágúst og þá lengist opnunartíminn um klukkutíma á dag. Barnagæslutíminn verður líka lengri. Töfluna er hægt að skoða hér, sjá hægri stika. 87 tímar verða í boði,