Fréttir

Föstudagur

Gravitytíminn á föstudag kl 08:30 fellur niður. Það verður enginn kennari við í CrossFit tímanum á föstudag kl 06:15.

Jólaþema

Tryggvi og Anný verða með spinningtímana næsta föstudag og verður jólaþema í þeim báðum. Mætið í jólaskapi og hjólið við góða jólatónlist. Tryggvi kennir kl. 06:10 og Anný kennir kl. 17:30.

Body Jam 19:30 á miðvikudaögum

Body Jammið á miðvikudögum færist fram um klukkutíma og byrjar 19:30 í stað 20:30. Þetta á því við um næsta miðvikudag og framvegis

Barnagæslan breytist eftir áramót

Við ætlum að færa gæsluna á morgnana fram um eina klst og byrja kl 08:00 en ekki 09:00. Ástæðan fyrir breytingunni sem varð í október var sú að engin börn komu fyrir en eftir kl 09:00.

mix og Combat út

Það er farið að fækka í sumum tímum og því fellur Les Mills mixið niður fram á næsta ár og líka Body Combat á mánudögum. Þessir tímar koma aftur inn á nýju ári.

Nýtt Body Pump

Anna frumflutti nýtt Body Pump sl þriðjudag. Happdrætti og mánaðarkort og Bjargbuff í verðlaun eins og hinum tímunum þar

Góður árangur á lífsstílsnámskeiðum

Núna eru öll námskeið komin í hvíld fram á nýtt ár. 14 vikna lífsstílsnámskeiði lauk á mánudag. 13,4 kg var besti árangurinn í kílóum og 45,5 cm. 4 fengu verðlaun fyrir 10% léttingu og 4 fyrir 100% mætingu.

Body Balance á morgun

Hóffa og Abba ætla að frumflytja nýjan Body Balance á morgun kl 10:30. Kertaljós og jólastemming. Happdrættisvinningar fyrir þá sem mæta í tímann, Hot Yoga námskeið, mánaðarkort

Jól og áramót á Bjargi

Jóladagskráin er tilbúin og er hér í hægri stikunni undir jól og áramót. Áramótatíminn verður miðvikudaginn 29. desember.

Hot Yoga á þriðjudögum í desember

Við ætlum að hafa opnu tímana í Hot Yoga á þriðjudögum í desember, kl 09:45 og 16:30. Sleppum fimmtudögum og sunnudögum þar til á næsta ári.