Spennandi framhald.

Já,  eins og flestir vita þá eru spennandi tímar framundan hér á Bjargi. Nýir eigendur taka við um áramót. Frábært fólk sem er fullt af orku og nýjum hugmyndum. Abba og Óli verða í Svíþjóð um jólin en koma tilbaka fyrir áramótin.  Það verður kveðjutími á miðvikudeginum og í leiðinni fögnuður yfir nýjum eigendum.