Fréttir

6x6x6 áskorun fyrir karla hefst eftir tvo daga.

Þetta er námskeiðið fyrir þá sem vilja bæta formið, laga útlínurnar og léttast um 6 kg.  Frábær blanda af æfingum sem hentar körlum á öllum aldri sem treysta sér til að æfa 6x í viku.  Nokkur laus pláss fyrir áhugasama stráka.

Body Fit kl 17:30

Opni Body Fit tíminn á mánudögum færist aftur um 15 mínútur og verður framvegis kl 17:30.  Lokaði námskeiðstíminn er kl 16:30 á mánudögum en 16:15 hina tvo dagana.

Síðubitanámskeið fyrir 30+

Ný námskeið fyrir þau sem eru 30kg of þung eða meira.  4 vikur, 12 manns og mætt 3x í viku kl 8:30.  Gravity 2x í viku og þoltími einu sinni.  Mælingar og fræðsla fyrir þau sem það vilja.  Þjálfarar eru Andrea Waage og Guðríður Jónasdóttir.  Þær eru að koma inn sem nýir kennarar hér og Guðríður er byrjuð að kenna á Gravitynámskeiðum og hádegisþrekið.  Velkomnar til starfa stelpur.

Hot Yoga fellur niður á sunnudegi

Það eru aðeins 7 búnir að skrá sig í Hot Yoga tímann á sunnudaginn kl 11.  það er ekki nóg og því fellur tíminn niður.  Það þurfa allir að skrá sig ef þeir ætla að koma í þennan tíma og ef skráning er léleg þá fellur tíminn niður.  Vonum að fólk taki við sér og þá sérstaklega íþróttafólkið en við buðum þeim að mæta í þennan tíma. 

Barnagæslan

Það fóru út nokkrar ljósritaðar tímatöflur þar sem stóð að barnagæslan væri seinni partinn á föstudögum.  Svo er ekki og byðjumst við velvirðingar á því.  Það er á döfinni að breyta gæslunni næsta haust.  Hafa hana alla morgna, etv. styttri tíma og þá verður hún ekki frí.  Munum setja á lágmarksgjald.

Frumfutningur í Sh´bam og Body Jam

Eva og Gerður dansskvísurnar okkar eru alveg brjálaðar núna.  Þær ætla að frumflytja nýtt Sh´bam á morgun, föstudag kl 17:30.  Æðislegur 45 mínútna danstími með geggjuðum sporum og flottri tónlist.  12 lög og 12 dansar.  Á laugardaginn kl 13 verður svo vinsæli Body Jam tíminn okkar sem er opinn fyrir alla á öllum aldri. Þar verður líka frumflutningur á nýjum dönsum.  Svaka spennandi dagar framundan í dansinum.

Frábær byrjun á góðu líkamsræktarári.

Það var gjörsamlega troðið í alla tíma í dag og í gær og erfitt að finna bílastæði.  Sniðugt að koma gangandi eða með strætó!  Hádegishópurinn okkar er mjög stór núna, um 35-40 manns í tímunum.  Spinningtímarnir eru líka vel fullir og öruggara að mæta snemma til að tryggja sér hjól.  32 mættu í Hot Yoga seinni partinn og munið að skrá ykkur ef þið ætlið að mæta á sunnudaginn.  Munið líka að skrá ykkur í Gravitytímana. 

10 vinningshafar í hófsemiskeppninni!!

Það komu 131 í vigtun fyrir jól í Hófsemiskeppninni.  Hún gekk út á það að þyngjast ekki yfir jól og áramót. 

4 námskeið að byrja í dag!

Lífsstílsnámskeiðin tvö eru að byrja í dag.  Morgunhópurinn kláraði sinn tíma í morgun, um 30 manns og í kvöld koma tæplega 50 eins og vanalega.  Geysilega vinsæl námskeið sem hafa skilað góðum árangri sl. 10 ár.  Tvö Gravity námskeið eru svo að byrja seinni partinn.  Annað er fullt en kannski einn eða tveir bekkir lausir kl 18:30.  Skvísunámskeiðið fyrir 50 ára og eldri byrjar hjá Öbbu á miðvikudaginn og CrossFit kl 6:10 og CrossFit mömmur á fimmtudag.  Það er pláss fyrir eina tvær skvísur í viðbót og eina mömmu.  Birna hefur pláss fyrir örfáa CrossFittara í viðbót kl 6:10.  Nýtt násmkeið í Gravity kl 16:30 fer af stað á morgun.

Tímataflan fer á fullt mánudaginn 9. janúar.

Við erum að tína alla tímana inn aftur eftir jólafrí og förum á fullt eftir helgina.  Nýir tímar eru Gravity á þriðjudagsmorgnum kl 6:10.  Body Pumpið kl 6:10 á mánudögum byrjar 23. janúar.  Á döfinni er að setja inn Body Fit á fimmtudagsmorgnum kl 6:10. Þannig að úrvalið á morgnana verður gott, 2x CrossFit, spinning og svo Gravity, Body Pump og Body Fit.  Boxercise tíminn er hættur.  Nýr tími kemur inn í hádeginu á þriðjudögum, CXWORX.  30 mínútna miðjutími sem verður kl 12:20.