Fréttir

Boxercise og Body Attack

Við ætlum að setja inn Boxercise næsta vetur þar sem Tryggvi og Anný boxmeistarar eru mætt á svæðið. Inga Steinlaug er komin með kennararéttindi á Body Attack og stefnan er að setja inn þannig tíma,

Bætt sjónvarp á staðnum

Nú erum við komin með slatta af nýjum sjónvarpsstöðvum og nýtt stórt háskerpusjónvarp í salinn. Bættum við gervihnattardiski og því er hægt að velja um fleiri stöðvar en áður. Stærra sjónvarp er komið í barnagæsluna og við settum eitt í setustofuna.

Hlaup/þrek

Núna eru allir farnir í sumarfrí og því höfum við ekki kennara til að sinna útitímunum (kl 17:30 á mánudögum og miðvikudögum) áfram. Hvetjum ykkur samt til að mæta og hlaupa saman.

Einkaþjálfaranám hjá Keili

Við styrktum tvo kennara hjá okkur um 250þús á síðasta ári til að læra einkaþjálfarann. Styrkinn fengu Anna Ársæls og Brynjar Helgi sem er reyndar farinn annað. Í ár styrkjum við aðra tvo kennara, Ingu Steinlaugu og Gunnar Atla.

Æfum og höfum gaman af því

Það er gaman að æfa þegar maður hefur fundið sinn stað. Sumum finnst skemmtilegast að hlaupa, öðrum að lyfta, hinum að dansa, aðrir elska jóga, box og sund. Þess vegna erum við með fjölbreytta tíma og þrektímarnir eru blanda af þessu flestu,

Gravity 12. júlí

Næstu 4 vikna Gravitynámskeið hefjast 12. júlí. Ódýr og frábær námskeið sem henta öllum, byrjendum sem lengra komnum. Við verðum með 4 námskeið í boði, kl 06:15, 08:30, 16:30 og 17:30.

Gæsahóparnir á færibandi

Það komu tveir gæsahópar hingað í dag, og skemmtu sér vel. Annar kom í Body Jam tímann og hinn kom í sér meðhöndlun hjá Öbbu og heitu pottana á eftir. Við tökum vel á móti öllum hópum,