Fréttir

Jamm, Jamm, Jamm.....

Það var troðið í jammið á laugardag og frumflutningurinn á Body Jammi nr 50 tókst vel. Þrír kennarar kenndu og þær ætla að endurtaka leikinn eftir viku. Nú er bara að mæta

Body Jam frumflutnungur

Body Jammið er mjög vinsælt þessa dagana. Við ætlum að bæta við tíma á miðvikudagskvöldum kl 20:15. Þá ættu allir að vera búnir að svæfa og gott að komast út og losa um allar hömlur og dansa.

Jóga hjá Sigrúnu á föstudag

Kl 17:30 á föstudag bjóðum við öllum að mæta í jóga á Bjargi. Sigrún Jónsdóttir sjúkraþjálfari er búin að læra fræðin og mun fara með okkur í öndun, ákveðnar möntrur og góðar æfingar. Frábær endir á vikunni, slökun og kertaljós.

5 ára afmæli

Við eigum 5 ára afmæli í nýju aðstöðunni á föstudag, 16. október. Af því tilefni verða 3 stórir spinningtímar um helgina. Þemaspinning á föstudag, Ólatími á laugardag og súperspinning á sunnudag.

Góð mæting í dekrið!

Það var frábær mæting í alla tíma um helgina. Sérstaklega voru dömunrnar duglegar að mæta og var troðfullt í Body Balance og Body Jam á laugardag, en 50 konur

Cross Fit að byrja, boltinn að klárast!

Fyrsta Cross Fit námskeiðið byrjaði í dag og hin tvö byrja á morgun. Það er gífurleg aðsókn og 10 manns á biðslista fyrir hvern hóp. Bjargboltanámskeiðið klárast á miðvikudaginn en við erum byrjuð að skrá á næsta 4 vikna

Dömulegir dekurdagar

Það eru dömulegir dekurdagar á Akureyri um næstu helgi. Við ætlum að vera með í þeirri dagskrá og byrjum strax á föstudagsmorgninum. Moegunþrekið kl 08:15 fær Body Balance með kertaljósum og slökun.

Gaman á fjölskyldudeginum

Það er margir krakkar sem vildu hafa fjölskyldudag einu sinni í viku. Þau sem komu í gær skemmtu sér vel og prufuðu allt. Við munum hafa annan svona dag eftir áramót, í lok janúar

Námskeið að enda og byrja!

Bjargvættanámskeiðið er að klárast í dag. Við settum það inn til að brúa bilið fram að Cross Fit námskeiðunum sem hefjast á mánudag

Metallica í þemaspinning!

Metallica, verður þemað í spinning á morgun. Rokk af bestu gerð og Brynjar í banastuði. Hvað er betra til að koma sér í helgargírinn?