Fréttir

Body Combat!

Anna fór á kennaranámskeið í Body Combat og ætlar að vera með kynningartíma næsta mánudag kl. 17:30.

Viðskiptavinur númer 6000!

Hermína Gunnþórsdóttir var heppin í dag því hún reyndist vera viðskiptavinur númer 6000 frá árinu 2000 þegar Bjarg gerðist heilsársstöð.

Boltavideó

Við tókum upp nýtt boltavideó um helgina sem mun rúlla á skjá í tækjasalnum ásamt teygjuæfingunum.

Flott hár!

Margir voru flottir um hárið í spinning í gær. Abba kom reyndar með pokann sinn og skreytti marga. En það er gaman af þessu þema hjá kennurunum á föstudögum og stemming í kringum þetta.

10% afsláttur á Staðnum!

Það hafa kannski ekki allir tekið eftir því en Staðurinn og Bjarg eru með sama slagorðið " NÁTTÚRULEGA".

Breyting á tímatöflu!

Það hefur fækkað í aukatímanum sem við settum inn á laugardögum kl. 12:30 fyrir Boxercise. Því ætlum við að fella hann út.

Útitími hjá lífsstíl!

Laugardaginn 17. nóvember verður útitími fyrir lífsstílshópana þrjá kl 11:30. Við ætlum að hafa þennan eina tíma úti því við tímum ekki að taka hina tímana fyrir útitímann.

Gravity Pilates framhald!

Nú eru tvö námskeið búin í Gravity Pilates og mikil ánægja með þessa leikfimi. Nemendur hafa lært rétta framkvæmd æfinganna með öndun.

Vo2max hópurinn inni á fimmtudögum.

Vo2max hópurinn hefur verið með útiæfingar á mánudögum og fimmtudögum. Fimmtudagsæfingarnar verða framvegis inni og niðri í Gravity salnum.

Tryggvi og Guns N´Roses

Þemað hjá Tryggva í spinning á föstudag 9. nóv. verður Guns n´roses. Hann ætlar að spila lög af plötunni Appetite for destruction.