Fréttir

Flottastir!

Það var æfing númer tvö hjá þessum tveimur í dag. Þeir eru lagðir af stað eins og svo margir aðrir og það verður ekkert stoppað núna.

Ný Gravity námskeið að hefjast!

Skráning er í fullum gangi á Gravity námskeiðin sem byrja 17. september. Nánar undir liðnum námskeið/Gravity.

Flott

Það er brjáluð aðsókn í alla tíma og fólk tekur vel við sér í opnu vikunni. Svona á þetta ad vera. Við viljum að fólk komi og athugi hvað því finnst skemmtilegast og prufi sem mest.

Góð aðskókn!

Bæjarbúar eru að notfæra sér að koma til okkar og skoða, æfa og prófa tímanna hjá okkur núna í opnu vikunni. Til dæmis þá komu í konutímann á mánudag 54 konur og þó að þröngt væri þá skein bros úr hverju andliti og eins og stelpunum einum er lagið þá tókst þeim að nota plássið og létu ekkert á sig fá þó að það væri örlítið farið að þrengjast....

BOX BOX BOX !!!

Margir eru búnir vera hér í dag og fylla stöðina af lífi. 40 manns mættu til að prófa Boxercisetímann og myndaðist skemmtileg stemming og mikið brosað þegar vinir fengu að berjast. Anný og Tryggvi skiptu hópnum í tvennt þar sem það getað bara 32 boxað í einu en þá eru settar settar upp þolstöðvar sem sem innihalda helstu æfingar boxaranna.

OPIN VIKA !

Þessa vikuna er Opin vika hjá okkur og tímataflan er smá saman að koma inn af fullum krafti. Við bjóðum alla bæjarbúa og nærsveitamenn frá 14. ára aldri velkomna. Endilega skrifa sig í gestabók og í vikulok....

Heimsmeistari!

Gerd Kanter frá Eistlandi varð heimsmeistari í kringlukasti í morgun! Við segjum frá þessu því þjálfari Gerds er Vésteinn Hafsteinsson bróðir Öbbu.

Aftur Body Jam

Það var svo gaman í Jamminu síðasta laugardag að ákveðið var að hafa annan upphitunartíma næsta laugardag, 1. september kl. 13. Abba kenndi Body Jam númer 41 síðast sem er mjög skemmtilegt.

Fleiri lífsstílstímar!

Það er einstaklega mikil skráning á lífsstílsnámskeiðin og því ætlum við að bæta við tímum á laugardögum kl. 11:30.

Garpar

Tryggvi og Brynjar spinningkennarar fóru í góðan hjólatúr um síðustu helgi. Anný sá um skutla þeim að afleggjaranum að Herðubreiðalindum við Hrossaborgir. Þaðan hjóluðu þeir 100km leið inn að skála ferðafélagsins í Dreka.