22 sigruðu drottninguna.

Ánægður hópur eftri velheppnaða göngu.
Ánægður hópur eftri velheppnaða göngu.
Kempurnar sem fóru á Herðubreið á laugardaginn fengu að upplifa einstakan dag sem gleymist seint. Sumir voru að fara á sitt fyrsta fjall og þá er Herðubreið ekki það auðveldasta en allir komust frá þessu með sóma. Veðrið var einstakt, logn og hiti. Kempurnar sem fóru á Herðubreið á laugardaginn fengu að upplifa einstakan dag sem gleymist seint.  Sumir voru að fara á sitt fyrsta fjall og þá er Herðubreið eki það auðveldasta en allir komust frá þessu með sóma.  Veðrið var einstakt, logn og hiti.  Hverjum hefði dottið í hug að við myndum lenda í logni á toppnum og þvílikt útsýni.  Það verða bara allir að fara þarna upp til að njóta.  Hópurinn var einstakur og stemmingin í skálanum skemmtileg og sumir fengu harðsperrur í kviðinn af hlátri.  Drekagil er ægifagurt, Nautagil, Herðubreiðalindir og þetta tungllandslag einstakt.  Því miður var veðrið ekki nógu gott á sunnudeginum til að skoða Öskju og víti en við förum bara næsta sumar og klárum það um leið og við förum á Snæfell, hæsta fjall Íslands utan jökla.  Steini og Helga, takk fyrir frábæra fararstjórn og hópnum þökkum við fyrir einstaka samveru. Myndir.