Gott að breyta til!

Það er ekki gott að festast í því sama og æfa alltaf eins dag eftir dag og ár eftir ár. Öll tilbreyting er góð og þá koma líka oft framfarair sem þú tekur eftir.Það er ekki gott að festast í því sama og æfa alltaf eins dag eftir dag og ár eftir ár.  Öll tilbreyting er góð og þá koma líka oft framfarir sem þú tekur eftir.  Þið sem eruð alltaf í tækjasalnum, hvernig væri að prufa einhverja tíma?  Ef ykkur finnst skemmtilegt að lyfta þá er Body pumpið frábært og Gravity tímarnir.  Þolið bætið þið svo í þrektímunum, Body Steppi og spinning.  Eins er með þau sem eru alltaf í sömu tímunum, það er gott að prufa eitthvað annað eins og tækjasalinn og Gravity.  Ef þið viljið skemmta ykkur ærlega þá er Body Jam geggjað og Balance er nauðsynlegur fyrir alla, frábærar teygjur, styrkur og slökun.  Skoðið tímatöfluna og finnið eitthvað sem gæti hentað ykkur.