Fréttir

Body Balance kemur aftur í haust

Body Balance tímarnir koma aftur inn í töflu í haust eftir ársfrí þar sem við höfum endurheimt Hóffu eftir ársfrí í Danmörku. 

Gravity/bolti í sumarfrí

Gravity/bolti á miðvikudögum er kominn í sumarfrí. Kemur sterkur inn að hausti að nýju.

Tækjasalur uppfærður

Við munum uppfæra tækjasalinn okkar um helgina og því verður smá rót á opnunartíma.

Hvítasunnuhelgin

Það verður lokað á hvítasunnudag en opið annan í hvítasunnu 10-13.

Opnunartími styttist um helgina

Við viljum vekja athygli á sumaropnuninni sem tekur gildi nú um helgina. Laugardaga 8:50-14 og sunnudaga 10-13.

Lokað á uppstigningardag

Það verður lokað á uppstigningardag hjá okkur. Nýtum góða veðrið og samveru með fjölskyldu og vinum :)

Fitnessbox hefst 23.maí - skráning í gangi

Námskeiðið hefst á morgun þriðjudag og er skráning í síma 462-7111 5 vikur af flottum átökum

Sumartaflan og opnun tekur gildi 27.maí

Sumartöfluna má sjá undir tímatöflu hér að ofan. Opnunartíminn styttist einnig lítillega yfir sumartímann.

Fitness box - frír prufutími á fimmtudaginn kl 19:30

Boxið er komið aftur á Bjarg.   Frír prufutími á fimmtudaginn kl 19:30 og svo hefst námskeið þriðjudaginn 23.maí.

Frítt í Zumba á laugardag kl 11:15 - kynnum nýjan kennara

Það verður frítt í Zumba hjá okkur á morgun þegar við kynnum nýjan kennara til leiks :) Bara stuð, bara stemning!